Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mið 02. ágúst 2006 23:52
Magnús Már Einarsson
1.deild: Átján mörk í leikjum kvöldsins
Björn Másson fagnar flottu marki sínu gegn Fram.
Björn Másson fagnar flottu marki sínu gegn Fram.
Mynd: Rögnvaldur Már Helgason
Kekic skoraði eitt fyrir Þrótt.
Kekic skoraði eitt fyrir Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Jón Þorgrímur tryggði HK sigur á Haukum.
Jón Þorgrímur tryggði HK sigur á Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Fjölnismenn fagna einu marka Ómars Hákonarsonar í kvöld.
Fjölnismenn fagna einu marka Ómars Hákonarsonar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og Fjölnis.
Úr leik Víkings og Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Gunnar Eysteinsson skoraði fyrir KA gegn Leikni í kvöld og hér er hann í baráttunni í leiknum.
Jón Gunnar Eysteinsson skoraði fyrir KA gegn Leikni í kvöld og hér er hann í baráttunni í leiknum.
Mynd: Pedromyndir
Þrettánda umferðin í fyrstu deild karla fór fram í kvöld. Stjarnan og topplið Fram gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik, Þróttur sem er í öðru sæti vann Þór örugglega 3-0, HK sem kemur næst lagði Hauka 2-1 á útivelli, Fjölnir sigraði Víking Ólafsvík 3-1 þar sem Ómar Hákonarson skoraði þrennu og þrjú rauð spjöld fóru á loft og þá sigraði KA lið Leiknis 2-0 fyrir norðan. Kíkjum á umfjallanir um leikina og myndir úr þeim.



Stjarnan 3 - 3 Fram
0-1 Jónas Grani Garðarsson (5)
1-1 Helgi Pétur Jóhannsson (23)
2-1 Guðjón Baldvinsson (Víti) (39)
2-2 Jónas Grani Garðarsson (41)
2-3 Arnljótur Davíðsson (60)
3-3 Björn Másson (66)

Stjarnan og Fram áttust við í kvöld á Stjörnuvelli í Garðabæ. Framarar byrjuðu af miklum krafti og uppskáru mark strax á 5 mín eftir klaufagang í vörn Stjörnunar skoraði Jónas Grani Garðarson mark fyrir Framara. Stjörnumenn fór í gang við mark Framara og svöruðu fyrir sig á 23.mín en þar var að verki Helgi Pétur Jóhannsson sem var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Markið kom eftir hornspyrnu frá Birni Mássyni.

Á 39.mínútu gáfu Framarar lélega sendingu til baka á Gunnar Sigurðsson í markinu, hann lenti í kapphlaupi við Guðjón Baldvinsson sem vann boltann eftir barning þeirra á milli við enda vítateigssins. Guðjón séri sér við og skaut á markið, Frank Poch renndi sér fyrir og reyndi að bjarga en varð fyrir því óláni að fá boltann í höndina á sér, Egill Már Markússon dómari leiksins ráð færði sig við aðstoðardómarann og eftir það samtala benti á vítapunktinn. Vítaspyrnuna tók Guðjón Baldvinsson hann var ekkert að tvínóna við hlutinna og skaut beint á markið en Gunnar í marki Framara fleygði sér í annað hornið.

Framara létu sér ekki segjast við þetta heldur svöruðu þeir fyrir sig, það kom bolti frá vinstri frá Daða Guðmundssyni sá bolti fór í gegnum allan pakkann á markteig Stjörnunar og á endanum kom Jónas Grani boltanum í markið. Staðan var 2 - 2 í hálfleik í frábærum fótboltaleik.

Seinni hálfleikur fór hægar af stað. það var á 60 mínútu sem næsta mark kom það voru Framarar sem voru þar var að verki, Arnljótur Davíðsson með hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá Helga Sigurðssyni. Stjörnumenn létu þetta ekki á sig fá og jöfnuðu metinn með stórglæsilegu marki. Þar var að verki Björn Másson með þrumfleyg að 25 metra færi, hann gerði sér lítið fyrir og smurði boltann upp í markvinkilinn. Lokatölur urðu því 3 - 3 í frábærum fótboltaleik, enda lögðu mjög margir áhorfendur á völlinn í kvöld.
Fótbolti.net, Garðabæ - Sigurður Sveinn Þórðarson.


Þróttur 3 - 0 Þór
1-0 Baldvin Jón Hallgrímsson (19)
2-0 Sinisa Kekic (44)
3-0 Andrés Vilhjálmsson (49)

Þróttarar eru sem fyrr í örðu sætinu eftir öruggan 3-0 sigur á Þórsurum í kvöld. Þróttarar komust yfir á 19.mínútu þegar að Baldvin Jón Hallgrímsson skoraði með hörkuskalla í þaknetið eftir hornspyrnu Sinisa Kekic.

Það var svo Kekic sem kom Þrótti í 2-0 fyrir leikhlé þegar hann var fyrstur að átta sig og skalla boltann í netið eftir sláarskot Andrés Vilhjálmssonar. Þórsarar fengu gott tækifæri til að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en Ólafur Þór Gunnarsson í marki Þróttar varði vítaspyrnu Inga Hrannars Heimissonar hins vegar.

Skömmu síðar komust Þróttarar í 3-0 þegar að Andrés skoraði eftir að hafa fylgt eftir skoti Arnljóts Ástvaldssonar. Þróttarar fengu færi til að bæta við mörkum og Jón Ragnar Jónsson átti sláarskot og Baldvin skalla í stöng áður en yfir lauk en lokatölur 3-0 fyrir heimamönnum.


Haukar 1 - 2 HK
0-1 Hörður Már Magnússon (víti)
1-1 Ómar Karl Sigurðsson
1-2 Jón Þorgrímur Stefánsson

Leikurinn byrjaði frekar rólega en fyrsta færið kom á 15.mínútu þegar Hilmar Trausti Arnarsson átti góða tilraun eftir að hann hafi fengið góða sendingu frá Ómari Karl Sigurðssyni, Hilmar fékk boltann á lofti og skaut að marki HK, en Gunnleifur Gunnleifsson varði frábærlega.

Á 35.mínútu slapp Stefán Eggertsson einn á móti Amir Mehica, Amir kom vel á móti og skot Stefáns fór rétt framhjá. Staðan í hálfleik 0-0. En í upphafi síðari hálfleiks fengu HK ódýra vítaspynu þegar Jón Þorgrímur Stefánsson féll í vítateig Hauka. Hörður Már Magnússon fór á punktinn og skot hans fór í markið. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil.

Það var svo á 65.mínútu sem Haukar jöfnuðu metin, sóknin byrjaði með því að Bjarki Jónsson fór upp hægri kantinn gaf góða sendingu yfir á vinstri kantinn þar sem Jónmundur Grétarsson gaf inn í og kom Ómar Karl Sigurðsson á ferðinni og var undan Gunnleifi í markinu í boltann og náði Ómar Karl að stýra boltanum í markið og staðan orðin 1-1.

Það var svo á 85.mínútu sem HK skoruðu sigurmarkið eftir varnarmistök í vörn Hauka komst Jón Þorgímur Stefánsson einn inn fyrir og lagði boltann fram hjá Amir Mehica í markinu. Eftir þetta fjaraði leikuinn út og fóru þá HK menn heim með öll stigin þrjú.
Fótbolti.net, Hafnarfirði - Arnar Daði Arnarson.


Fjölnir 3 - 1 Víkingur Ólafsvík
1-0 Ómar Hákonarson
1-1 Helgi Reynir Guðmundsson
2-1 Ómar Hákonarson
3-1 Ómar Hákonarson

Það er ekki hætt að segja annað en að Fjölnismenn hafi fengið óskabyrjun því þeir komust yfir á fyrstu mínútu þegar að Ómar Hákonarson skoraði af fjærstönginni eftir að Gunnar Már Guðmundsson hafði skallaði aukaspyrnu Kjartans Ólafssonar áfram.

Kristófer Skúli Sigurgeirsson fékk fínt færi til að koma Fjölni í 2-0 ekki löngu síðar en Einar Hjörleifsson varði frá honum. Eftir þetta róaðist leikurinn mikið og fátt markvert gerðist fyrir utan eina aukaspyrnu Víkings sem skapaði hættu en Ögmundur Viðar Rúnarsson markvörður Fjölnismanna varði í slánna.

Víkingar hófu seinni hálfleikinn af krafti og uppskáru mark fljótlega og var þar að verki Helgi Reynir Guðmundsson með góðu skoti utarlega úr teignum. Á 65.mínútu dró svo til tíðinda þegar Magnús Einarsson sem var nýkominn inná sem varamaður var rekinn útaf fyrir að stjaka við leikmanni Víking sem var að sleppa í gegn.

Við þetta vöknuðu Fjölnismenn og Ómar kom þeim í 2-1 með marki af stuttu færi. Mótlætið hljóp í Víking Ó og Sivko Aljosa framherji þeirra fékk rautt spjald fyrir fólskubrot. Stuttu seinna fullkomnaði Ómar svo þrennuna með marki eftir sendingu frá Pétri Markan.

Elínbergi Sveinssyni leikmanni Víkings var svo vísað af velli undir lok leiksins þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot en lokatölur 3-1 fyrir Fjölni.


KA 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Janez Vrenko ('5)
2-0 Jón Gunnar Eysteinsson ('86)

Á Akureyri mættust KA og Leiknir í blíðskaparveðri og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar hreint út sagt magnaðar. KA menn fengu óskabyrjun en strax á fjórðu mínútu náði Slóveninn Janez Vrenko að skora eftir hornspyrnu, þar sem boltinn barst út í teig og hann átti ekki í miklum vandræðum með að klára færið og staðan því orðin 1-0.

Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en hálfleikurinn sem og allur leikurinn einkenndist af löngum sendingum og miklu hnoði. Í síðari hálfleik fengu bæði lið nokkur hálffæri sem þau hefðu hæglega getað nýtt sér en ekkert varð úr þeim. Á 65. mínútu fengu hinsvegar Leiknismenn vítaspyrnu eftir að varnarmaður KA togar Leiknismann niður í teignum. Mentor Zhubi tók vítið, en Sandor Matus í marki KA manna gerði eins og hann hefur svo oft gert áður og varði vítið vel.

Á 86. mínútu fékk Hreinn Hringsson leikmaður KA síðan sendingu upp í ægra hornið, lítið að gerast, en þá datt varnarmaður Leiknis afar klaufalega og sendir Hreinn þá boltann inn í teig á Jón Gunnar Eysteinsson sem var þar einn á auðum sjó og átti ekki í miklum vandræðum með að senda boltann framhjá markverði Leiknis, Vali Gunnarssyni.

Í blálokin var Sævar Ólafsson svo rekinn útaf, með sitt annað gula spjald og það seinna fyrir kjaftbrúk. Niðurstaðan því 2-0 í leik sem verður seint minnst fyrir mörg marktækifæri.
Fótbolti.net, Akureyri - Andri Fannar Stefánsson.


Hér eru fleiri myndir úr leik Fjölnis og Víkings sem Hafliði Breiðfjörð tók en hægt er að sjá þær stærri með því að smella á þær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner