Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 07:50
Elvar Geir Magnússon
Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent
Powerade
Casemiro, miðjumaður Manchester United.
Casemiro, miðjumaður Manchester United.
Mynd: EPA
Forseti PSG, Nasser Al-Khelaifi.
Forseti PSG, Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Casemiro, Fernandes, Walters, Alexander-Arnold, Mbappe, Alonso. Þessir og fleiri í slúðurpakkanum þennan fallega þriðjudag. BBC tók saman.

Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á brasilíska miðjumanninum Casemiro (32) og portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (29) hjá Manchester United. (Telegraph)

Arsenal er að missa varnarmanninn efnilega Reuell Walters (19) eftir að hann hafnaði nýju samningstilboði og ætlar að elta tækifæri annars staðar. (Athletic)

Real Madrid hefur enn áhuga á enska landsliðsmanninum fjölhæfa Trent Alexander-Arnold (25) hjá Liverpool. Samningsmál þessa varnar- og miðjumanns á Anfield eru í lausu lofti. (Fabrizio Romano)

Heimildarmenn innan Paris St-Germain hafna fréttum af meintu ósætti milli Kylian Mbappe og forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Sagt hefur verið að þeir hafi öskrað á hvorn annan fyrir leik um helgina. (Marca)

Xabi Alonso stjóri Bayer Leverkusen vonast til þess að stýra í framtíðinni öllum þremur stórliðunum sem hann spilaði fyrir; Liverpool, Real Madrid og Bayern München. Hann er ekki viss um í hvaða röð. (Abendzeitung)

Áhugi Bayern München á Oliver Glasner, stjóra Crystal Palace, minnkaði eftir að þýska félagið fékk þau skilaboð að það þyrfti að borga 86 milljónir punda í bætur til að fá hann frá Selhurst Park. (Bild)

Napoli er aftur komið í viðræður við Antonio Conte um að taka við stjórn liðsins eftir að Ítalinn lækkaði launakröfur sínar. AC Milan vill einnig ræða við þennan fyrrum stjóra Chelsea og Tottenham. (Il Mattino)

Sergio Ramos (38) varnarmaður Sevilla, fyrrum leikmaður Spánar og Real Madrid, er kominn langt í viðræðum við San Diego FC og gæti verið á leið í bandarísku MLS-deildina. (Athletic)

Ashley Cole (43), fyrrum varnarmaður Arsenal, Chelsea og enska landsliðsins, er á blaði hjá nokkrum úrvalsdeildarfélögum sem hafa áhuga á að ráða hann sem stjóra. (Mirror)

Umboðsmaður Donny van de Beek (27) segir að hollenski miðjumaðurinn eigi ekki framtíð hjá Manchester United. (Manchester Evening News)

Chelsea hyggst fá framherja, vinstri bakvörð og miðvörð í sumar. Íþróttastjórarnir Paul Winstanley og Laurence Stewart fá aftur trausttil að sjá um leikmannakaup. (Telegraph)

Nani (37), fyrrum vængmaður Manchester United, er í leit að nýju félagi eftir að samningi hans við Adana Demirspor í Tyrklandi var rift. (Mirror)

Nokkrir leikmenn Manhester United eru ósannfærðir um hæfileika Rasmus Höjlund (21) í markaskorun og hafa ekki viljað senda á danska sóknarmanninn í leikjum. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner