Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Flick taki við Bayern - Verður Tuchel áfram?
Bayern hefur kælt viðræður við Hansi Flick
Bayern hefur kælt viðræður við Hansi Flick
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel hefur aldrei útilokað að vera áfram
Thomas Tuchel hefur aldrei útilokað að vera áfram
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Hansi Flick mun líklega ekki taka við liði Bayern München í sumar en þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi.

Þjálfaraleit Bayern hefur gengið hræðilega. Xabi Alonso, Ralf Rangnick og Julian Nagelsmann höfnuðu allir félaginu og vildu frekar vera áfram í því starfi sem þeir nú gegna.

Á dögunum var greint frá því að Hansi Flick, fyrrum þjálfari liðsins, væri líklegastur til að taka við en nú virðist það fremur ólíkleg ráðning.

Viðræður hafa kólnað síðustu daga og er Bayern að núna að vega og meta næstu skref.

Samkvæmt Florian Plettenberg er ekki hægt að útiloka það að Thomas Tuchel verði áfram. Lykilmenn í Bayern hafa tjáð stjórninni að þeir vilji halda Tuchel áfram.

Christoph Freund og Max Eberl, yfirmenn íþróttamála hjá Bayern eru báðir hrifnir af Tuchel. Í síðustu viku sagði hins vegar Freund að það væri ekki möguleiki fyrir Tuchel að vera áfram, en það er ekki endilega undir þeim komið. Aðrir stjórnarmenn vilja skoða aðra kosti.

Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi er einnig nafn sem kemur til greina en hann hefur verið að gera góða hluti með Brighton síðustu ár. Hann er opinn fyrir því að taka næsta skref þjálfaraferilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner