Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 12. maí 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Matti fagnar marki í kvöld.
Matti fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan við Böðvar.
Baráttan við Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning. Mér fannst þetta gríðarlega erfiður leikur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn sínum gömlu félögum í FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH er með mjög gott lið eins og þeir hafa sýnt í sumar. Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir lélega frammistöðu gegn FH. Að halda hreinu og að vinna fannst mér verðskuldað. Við erum mjög sáttir."

FH hefur komið nokkuð á óvart með flottri byrjun á tímabilinu, en liðin tvö voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum í kvöld þar sem Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, tók Matthías niður frekar harkalega. Það fór gult spjald á loft en hefði hæglega getað verið rautt spjald.

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Það var gott fyrir Víkinga að komast aftur á sigurbraut. „Núna spilum við í bikarnum og það verður mjög erfiður leikur á móti Grindavík sem er með gott lið. Við Víkingar ætlum að halda áfram bikarrönninu og þá verðum við að mæta klárir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner