Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   sun 12. maí 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Matti fagnar marki í kvöld.
Matti fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan við Böðvar.
Baráttan við Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning. Mér fannst þetta gríðarlega erfiður leikur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn sínum gömlu félögum í FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH er með mjög gott lið eins og þeir hafa sýnt í sumar. Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir lélega frammistöðu gegn FH. Að halda hreinu og að vinna fannst mér verðskuldað. Við erum mjög sáttir."

FH hefur komið nokkuð á óvart með flottri byrjun á tímabilinu, en liðin tvö voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum í kvöld þar sem Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, tók Matthías niður frekar harkalega. Það fór gult spjald á loft en hefði hæglega getað verið rautt spjald.

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Það var gott fyrir Víkinga að komast aftur á sigurbraut. „Núna spilum við í bikarnum og það verður mjög erfiður leikur á móti Grindavík sem er með gott lið. Við Víkingar ætlum að halda áfram bikarrönninu og þá verðum við að mæta klárir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner