Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 12. maí 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Matti fagnar marki í kvöld.
Matti fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan við Böðvar.
Baráttan við Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning. Mér fannst þetta gríðarlega erfiður leikur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn sínum gömlu félögum í FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH er með mjög gott lið eins og þeir hafa sýnt í sumar. Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir lélega frammistöðu gegn FH. Að halda hreinu og að vinna fannst mér verðskuldað. Við erum mjög sáttir."

FH hefur komið nokkuð á óvart með flottri byrjun á tímabilinu, en liðin tvö voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum í kvöld þar sem Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, tók Matthías niður frekar harkalega. Það fór gult spjald á loft en hefði hæglega getað verið rautt spjald.

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Það var gott fyrir Víkinga að komast aftur á sigurbraut. „Núna spilum við í bikarnum og það verður mjög erfiður leikur á móti Grindavík sem er með gott lið. Við Víkingar ætlum að halda áfram bikarrönninu og þá verðum við að mæta klárir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner