Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   sun 12. maí 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Matti fagnar marki í kvöld.
Matti fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan við Böðvar.
Baráttan við Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning. Mér fannst þetta gríðarlega erfiður leikur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn sínum gömlu félögum í FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH er með mjög gott lið eins og þeir hafa sýnt í sumar. Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir lélega frammistöðu gegn FH. Að halda hreinu og að vinna fannst mér verðskuldað. Við erum mjög sáttir."

FH hefur komið nokkuð á óvart með flottri byrjun á tímabilinu, en liðin tvö voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum í kvöld þar sem Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, tók Matthías niður frekar harkalega. Það fór gult spjald á loft en hefði hæglega getað verið rautt spjald.

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Það var gott fyrir Víkinga að komast aftur á sigurbraut. „Núna spilum við í bikarnum og það verður mjög erfiður leikur á móti Grindavík sem er með gott lið. Við Víkingar ætlum að halda áfram bikarrönninu og þá verðum við að mæta klárir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner