Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Þurrkaði tárin - „Bestu átján mánuðir lífs míns“
Edwards táraðist eftir leikinn á laugardag.
Edwards táraðist eftir leikinn á laugardag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rob Edwards stjóri Luton segir að félagið hafi fært sér bestu átján mánuði lífs síns. Liðið féll formlega úr ensku úrvalsdeildinni um helgina en Edwards segist ákveðinn í að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Edwards þurrkaði tárin með fingrunum eftir 3-1 tap gegn West Ham á laugardag. Eftir þau úrslit voru örlögin ljós, þó liðið eigi enn tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu þá eru þeir ekki raunhæfir.

Stuðningsmenn Luton klöppuðu fyrir liði sínu eftir leikinn og héldu uppi borða sem á stóð: "Við erum stolt af ykkur".

„Viðbrögð stuðningsmanna kölluðu fram tilfinningar. Ég vil þakka þeim, leikmönnum og stjórninni. Þau hafa gefið mér átján bestu mánuði lífs míns. Þetta hefur verið magnað ferðalag," sagði Edwards eftir leikinn.

„Það eru svo mikil vonbrigði að við náðum ekki að halda sæti okkar. Þetta er þriðja árið mitt sem stjóri. Ég hef unnið deildarmeistaratitil, verið rekinn, komist upp í gegnum umspil og núna fallið. Þetta hefur ekki verið tíðindalaust."

„Þetta fall er bara bensín fyrir okkur, við ætlum að koma aftur upp. Við verðum í sterkari stöðu en síðast þegar við vorum í Championship. Þá komumst við upp með eitt minnsta fjárráðið, nú verðum við eitt sterkasta liðið."

Luton náði ekki að vinna útileik frá því í desember og gekk illa að halda marki sínu hreinu. Það varð liðinu að falli. Fyrir tímabilið spáðu nánast allir Luton falli enda komst það gríðarlega óvænt upp í deildina fyrir ári síðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner