Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 12. maí 2024 20:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Ég er bara mjög vonsvikinn. Við vildum vinna þennan leik og vildum sýna miklu betri frammistöðu. Þetta eru risa vonbrigði." Segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

Gregg var spurður hvað honum fannst hafa farið úrskeiðis í frammistöðu sinna manna í kvöld.

„Við sýndum ekki sömu ákefð, vilja og baráttu og við sýndum í upphafi tímabils. Það er í lagi að eiga slakan leik en það er ekki í lagi að sýna ekki baráttu og við sýndum ekki baráttu fyrr en undir lok leiks."

„Við þurfum að líta í eigin barm. Við höfum ekki verið nægilega góðir og það sama á við um mig. Við þurfum að gera betur."

KR kláraði leikinn tveimur færr eftir að Elías Ingi Árnason rak Kristján Flóka Finnbogason og Moutaz Neffati af velli.

„Við þurfum að gera betur sem lið svo að við setum okkur ekki í þá stöðu að dómarinn geti haft áhrif á leiki okkar. Ég ætla ekki að tala um dómarann, við þurfum bara að vera betri."

Framundan hjá KR er bikarleikur gegn Stjörnunni og svo heldur baráttan áfram í deildinni.

„Við þurfum að vakna, við sýndum hvers við erum megnugir í fyrstu leikjum tímabilsins. Við höfum verið afar óheppnir með meiðsli en við þurfum að stíga upp, allir sem einn."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, draumaþjálfari KR-inga er á lausu eftir að hann hætti þjálfun hjá Haugesund. Gæti það haft áhrif á pressuna sem er á Gregg og aukið hana?

"Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en beðist er afsökunar á slæmum hljóðgæðum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner