„Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Ég er bara mjög vonsvikinn. Við vildum vinna þennan leik og vildum sýna miklu betri frammistöðu. Þetta eru risa vonbrigði." Segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 HK
Gregg var spurður hvað honum fannst hafa farið úrskeiðis í frammistöðu sinna manna í kvöld.
„Við sýndum ekki sömu ákefð, vilja og baráttu og við sýndum í upphafi tímabils. Það er í lagi að eiga slakan leik en það er ekki í lagi að sýna ekki baráttu og við sýndum ekki baráttu fyrr en undir lok leiks."
„Við þurfum að líta í eigin barm. Við höfum ekki verið nægilega góðir og það sama á við um mig. Við þurfum að gera betur."
KR kláraði leikinn tveimur færr eftir að Elías Ingi Árnason rak Kristján Flóka Finnbogason og Moutaz Neffati af velli.
„Við þurfum að gera betur sem lið svo að við setum okkur ekki í þá stöðu að dómarinn geti haft áhrif á leiki okkar. Ég ætla ekki að tala um dómarann, við þurfum bara að vera betri."
Framundan hjá KR er bikarleikur gegn Stjörnunni og svo heldur baráttan áfram í deildinni.
„Við þurfum að vakna, við sýndum hvers við erum megnugir í fyrstu leikjum tímabilsins. Við höfum verið afar óheppnir með meiðsli en við þurfum að stíga upp, allir sem einn."
Óskar Hrafn Þorvaldsson, draumaþjálfari KR-inga er á lausu eftir að hann hætti þjálfun hjá Haugesund. Gæti það haft áhrif á pressuna sem er á Gregg og aukið hana?
"Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en beðist er afsökunar á slæmum hljóðgæðum.
Athugasemdir