Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
   sun 12. maí 2024 20:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Ég er bara mjög vonsvikinn. Við vildum vinna þennan leik og vildum sýna miklu betri frammistöðu. Þetta eru risa vonbrigði." Segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

Gregg var spurður hvað honum fannst hafa farið úrskeiðis í frammistöðu sinna manna í kvöld.

„Við sýndum ekki sömu ákefð, vilja og baráttu og við sýndum í upphafi tímabils. Það er í lagi að eiga slakan leik en það er ekki í lagi að sýna ekki baráttu og við sýndum ekki baráttu fyrr en undir lok leiks."

„Við þurfum að líta í eigin barm. Við höfum ekki verið nægilega góðir og það sama á við um mig. Við þurfum að gera betur."

KR kláraði leikinn tveimur færr eftir að Elías Ingi Árnason rak Kristján Flóka Finnbogason og Moutaz Neffati af velli.

„Við þurfum að gera betur sem lið svo að við setum okkur ekki í þá stöðu að dómarinn geti haft áhrif á leiki okkar. Ég ætla ekki að tala um dómarann, við þurfum bara að vera betri."

Framundan hjá KR er bikarleikur gegn Stjörnunni og svo heldur baráttan áfram í deildinni.

„Við þurfum að vakna, við sýndum hvers við erum megnugir í fyrstu leikjum tímabilsins. Við höfum verið afar óheppnir með meiðsli en við þurfum að stíga upp, allir sem einn."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, draumaþjálfari KR-inga er á lausu eftir að hann hætti þjálfun hjá Haugesund. Gæti það haft áhrif á pressuna sem er á Gregg og aukið hana?

"Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en beðist er afsökunar á slæmum hljóðgæðum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner