Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   sun 12. maí 2024 20:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Ég er bara mjög vonsvikinn. Við vildum vinna þennan leik og vildum sýna miklu betri frammistöðu. Þetta eru risa vonbrigði." Segir Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

Gregg var spurður hvað honum fannst hafa farið úrskeiðis í frammistöðu sinna manna í kvöld.

„Við sýndum ekki sömu ákefð, vilja og baráttu og við sýndum í upphafi tímabils. Það er í lagi að eiga slakan leik en það er ekki í lagi að sýna ekki baráttu og við sýndum ekki baráttu fyrr en undir lok leiks."

„Við þurfum að líta í eigin barm. Við höfum ekki verið nægilega góðir og það sama á við um mig. Við þurfum að gera betur."

KR kláraði leikinn tveimur færr eftir að Elías Ingi Árnason rak Kristján Flóka Finnbogason og Moutaz Neffati af velli.

„Við þurfum að gera betur sem lið svo að við setum okkur ekki í þá stöðu að dómarinn geti haft áhrif á leiki okkar. Ég ætla ekki að tala um dómarann, við þurfum bara að vera betri."

Framundan hjá KR er bikarleikur gegn Stjörnunni og svo heldur baráttan áfram í deildinni.

„Við þurfum að vakna, við sýndum hvers við erum megnugir í fyrstu leikjum tímabilsins. Við höfum verið afar óheppnir með meiðsli en við þurfum að stíga upp, allir sem einn."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, draumaþjálfari KR-inga er á lausu eftir að hann hætti þjálfun hjá Haugesund. Gæti það haft áhrif á pressuna sem er á Gregg og aukið hana?

"Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en beðist er afsökunar á slæmum hljóðgæðum.

Athugasemdir
banner
banner