

"Það var ekki kveikt á okkur í dag. Við vorum engan veginn á tánum og skrefi á eftir. Þetta var leikur sem að heimaliðið vildi vinna," sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, eftir 2-0 tap gegn ÍR á útivelli í 2. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 0 ÍBV
ÍBV spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið tekur á móti Gróttu á Hásteinsvelli í næstu umferð Lengjudeildar kvenna. Aðspurður hvernig næsti leikur leggst í Jón svaraði hann: "Það leggjast allir leikir vel í mig og sérstaklega þegar við spilum á Hásteinsvelli. Ég hlakka til og ég vildi óska þess að það væri annar leikur á morgun. Ég hugsa að leikmennirnir mínir vildu endilega fá annan leik á morgun til að bæta fyrir leikinn í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.