Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   sun 12. maí 2024 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hrikalega góð. Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld. Hann stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH-ingarnir eru búnir að vera hrikalega flottir, eru massívir og öflugir. Þeir gáfu okkur alvöru leik í dag. Þeir eru líkamlega sterkir; við vorum að senda langa bolta upp og þeir voru að éta okkur. Við fundum leið í fyrri hálfleik og það var ánægjulegt. Seinni hálfleikurinn var rosalegt járn í járn. Síðan lendum við í rauða spjaldinu og þá verður þetta virkilega erfitt, en ég er rosalega ánægður með það hvernig strákarnir tækluðu þetta. Þeir fóru ekki í felur, settu bara kassann út og tóku þetta á sig."

„Strákarnir geta verið stoltir af þessu. Það er frábært hvernig þeir brugðust við tapinu gegn HK. Svona á að gera þetta," sagði Sölvi.

Ingvar Jónsson kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik. Hann varði frábærlega í stöðunni 0-0. „Það var risastórt," sagði Sölvi.

„Enn og aftur kemur Ingvar til bjargar. Hann hefur sýnt það í gegnum tímann með Víkingum hversu öflugur og mikilvægur hann er. Í dag gerði hann það sem hann átti að gera, hann hélt búrinu hreinu."

Það eru fiðrildi í maganum
Sölvi stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Sölvi var rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni í leiknum í kvöld.

„Utan á allavega. Það eru fiðrildi í maganum og manni er ekki alveg sama. Ég er rólegur og er að reyna að einbeita mér að leiknum," sagði Sölvi.

Arnar, aðalþjálfari Víkinga, var ekki í neinu sambandi við bekkinn. Víkingar fengu sekt fyrir það í fyrra að Arnar var í leikbanni og samt í sambandi við bekkinn.

„Við komum saman fyrir leikinn og fórum yfir hlutina sem við ætluðum að gera. Hann sagði við okkur að hann yrði ekki í neinu sambandi við okkur, hann ætlaði að fara alveg eftir reglunum og hann gerði það. Ég hef ekki enn heyrt í Arnari og ekki bekkurinn heldur. Hann tók þetta á sig og treysti teyminu til að stýra þessu. Það heppnaðist ágætlega."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en Víkingar eru komnir aftur á toppinn eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner