Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 12. maí 2024 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hrikalega góð. Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld. Hann stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH-ingarnir eru búnir að vera hrikalega flottir, eru massívir og öflugir. Þeir gáfu okkur alvöru leik í dag. Þeir eru líkamlega sterkir; við vorum að senda langa bolta upp og þeir voru að éta okkur. Við fundum leið í fyrri hálfleik og það var ánægjulegt. Seinni hálfleikurinn var rosalegt járn í járn. Síðan lendum við í rauða spjaldinu og þá verður þetta virkilega erfitt, en ég er rosalega ánægður með það hvernig strákarnir tækluðu þetta. Þeir fóru ekki í felur, settu bara kassann út og tóku þetta á sig."

„Strákarnir geta verið stoltir af þessu. Það er frábært hvernig þeir brugðust við tapinu gegn HK. Svona á að gera þetta," sagði Sölvi.

Ingvar Jónsson kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik. Hann varði frábærlega í stöðunni 0-0. „Það var risastórt," sagði Sölvi.

„Enn og aftur kemur Ingvar til bjargar. Hann hefur sýnt það í gegnum tímann með Víkingum hversu öflugur og mikilvægur hann er. Í dag gerði hann það sem hann átti að gera, hann hélt búrinu hreinu."

Það eru fiðrildi í maganum
Sölvi stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Sölvi var rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni í leiknum í kvöld.

„Utan á allavega. Það eru fiðrildi í maganum og manni er ekki alveg sama. Ég er rólegur og er að reyna að einbeita mér að leiknum," sagði Sölvi.

Arnar, aðalþjálfari Víkinga, var ekki í neinu sambandi við bekkinn. Víkingar fengu sekt fyrir það í fyrra að Arnar var í leikbanni og samt í sambandi við bekkinn.

„Við komum saman fyrir leikinn og fórum yfir hlutina sem við ætluðum að gera. Hann sagði við okkur að hann yrði ekki í neinu sambandi við okkur, hann ætlaði að fara alveg eftir reglunum og hann gerði það. Ég hef ekki enn heyrt í Arnari og ekki bekkurinn heldur. Hann tók þetta á sig og treysti teyminu til að stýra þessu. Það heppnaðist ágætlega."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en Víkingar eru komnir aftur á toppinn eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner