Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 15:38
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd vann bikarinn í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Man Utd 4 - 0 Tottenham
1-0 Ella Toone ('45+3)
2-0 Rachel Williams ('54)
3-0 Lucia Garcia ('57)
4-0 Lucia Garcia ('74)

Manchester United er bikarmeistari kvenna á Englandi 2024 eftir þægilegan sigur gegn Tottenham í úrslitaleiknum sem fór fram í dag.

Man Utd var talsvert sterkari aðilinn í dag en tókst ekki að skora fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks, þegar Ella Toone kom boltanum í netið eftir undirbúning frá Lisa Naalsund.

Flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik þegar heimakonur byrjuðu að nýta færin sín betur og skoruðu þrjú mörk til að innsigla 4-0 sigur.

Rachel Williams skoraði á 54. mínútu og bætti Lucia Garcia tveimur mörkum við til að klára dæmið.

Kvennalið Man Utd er að vinna FA bikarinn í fyrsta sinn í sögu sinni, en Arsenal er sigursælasta félag keppninnar. Þetta er í annað sinn sem Man Utd fer í úrslitaleikinn, eftir að liðið tapaði gegn Chelsea í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner