Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. maí 2024 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara fáránlega vel," sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann var í kvöld að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta eru tvö og hálft ár, ekki skemmtilegt tvö og hálft ár. Þetta er bara frábær tilfinning. Skrokkurinn er bara fínn. Þetta tekur aðeins á. Lungun eru fín. Það var skynsemi að taka bara hálfleik í dag."

„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður."

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum. Liðsfélagarnir bentu á hann eftir markið

„Auðvitað er það gaman, að geta hjálpað til. Það er svo sem alveg sama hver gefur stoðsendingar og hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina. Þá er ég sáttur."

„Þeir eru bara ánægðir fyrir mína hönd að ég sé kominn aftur inn á völlinn. Það er bara frábært og ég er þakklátur fyrir það; þakklátur fyrir tækifærið og fyrir þolinmæðina sem Víkingur hefur sýnt mér í þessu leiðinlega og erfiða ferli. Ég met það mjög mikils."

Það var búið að eyrnamerkja þennan leik fyrir Jón Guðna. „Maður hefur verið eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Það er langt síðan maður fann þessa tilfinningu fyrir leik. Svo er þetta bara frábært. Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Jón Guðni ræðir síðustu vikur og mánuði, og auðvitað leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner