Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   sun 12. maí 2024 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara fáránlega vel," sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann var í kvöld að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta eru tvö og hálft ár, ekki skemmtilegt tvö og hálft ár. Þetta er bara frábær tilfinning. Skrokkurinn er bara fínn. Þetta tekur aðeins á. Lungun eru fín. Það var skynsemi að taka bara hálfleik í dag."

„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður."

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum. Liðsfélagarnir bentu á hann eftir markið

„Auðvitað er það gaman, að geta hjálpað til. Það er svo sem alveg sama hver gefur stoðsendingar og hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina. Þá er ég sáttur."

„Þeir eru bara ánægðir fyrir mína hönd að ég sé kominn aftur inn á völlinn. Það er bara frábært og ég er þakklátur fyrir það; þakklátur fyrir tækifærið og fyrir þolinmæðina sem Víkingur hefur sýnt mér í þessu leiðinlega og erfiða ferli. Ég met það mjög mikils."

Það var búið að eyrnamerkja þennan leik fyrir Jón Guðna. „Maður hefur verið eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Það er langt síðan maður fann þessa tilfinningu fyrir leik. Svo er þetta bara frábært. Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Jón Guðni ræðir síðustu vikur og mánuði, og auðvitað leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner