Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   sun 12. maí 2024 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara fáránlega vel," sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann var í kvöld að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta eru tvö og hálft ár, ekki skemmtilegt tvö og hálft ár. Þetta er bara frábær tilfinning. Skrokkurinn er bara fínn. Þetta tekur aðeins á. Lungun eru fín. Það var skynsemi að taka bara hálfleik í dag."

„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður."

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum. Liðsfélagarnir bentu á hann eftir markið

„Auðvitað er það gaman, að geta hjálpað til. Það er svo sem alveg sama hver gefur stoðsendingar og hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina. Þá er ég sáttur."

„Þeir eru bara ánægðir fyrir mína hönd að ég sé kominn aftur inn á völlinn. Það er bara frábært og ég er þakklátur fyrir það; þakklátur fyrir tækifærið og fyrir þolinmæðina sem Víkingur hefur sýnt mér í þessu leiðinlega og erfiða ferli. Ég met það mjög mikils."

Það var búið að eyrnamerkja þennan leik fyrir Jón Guðna. „Maður hefur verið eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Það er langt síðan maður fann þessa tilfinningu fyrir leik. Svo er þetta bara frábært. Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Jón Guðni ræðir síðustu vikur og mánuði, og auðvitað leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner