Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að vera fara eitthvað aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   sun 12. maí 2024 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara fáránlega vel," sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann var í kvöld að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta eru tvö og hálft ár, ekki skemmtilegt tvö og hálft ár. Þetta er bara frábær tilfinning. Skrokkurinn er bara fínn. Þetta tekur aðeins á. Lungun eru fín. Það var skynsemi að taka bara hálfleik í dag."

„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður."

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum. Liðsfélagarnir bentu á hann eftir markið

„Auðvitað er það gaman, að geta hjálpað til. Það er svo sem alveg sama hver gefur stoðsendingar og hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina. Þá er ég sáttur."

„Þeir eru bara ánægðir fyrir mína hönd að ég sé kominn aftur inn á völlinn. Það er bara frábært og ég er þakklátur fyrir það; þakklátur fyrir tækifærið og fyrir þolinmæðina sem Víkingur hefur sýnt mér í þessu leiðinlega og erfiða ferli. Ég met það mjög mikils."

Það var búið að eyrnamerkja þennan leik fyrir Jón Guðna. „Maður hefur verið eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Það er langt síðan maður fann þessa tilfinningu fyrir leik. Svo er þetta bara frábært. Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Jón Guðni ræðir síðustu vikur og mánuði, og auðvitað leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner