Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Horfi á myndirnar og er eiginlega bara hissa að Matti hafi ekki sofnað"
'Þetta er eins og UFC svæfingartak'
'Þetta er eins og UFC svæfingartak'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu leikinn 2-0.
Víkingar unnu leikinn 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í augnablikinu hugsaði ég að þetta væri ekki rautt spjald en svo sé ég myndirnar," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu þegar rætt var um umdeilt atvik í leik Víkings og FH í Bestu deildinni í gærkvöldi.

Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, var heppinnað sleppa með gult spjald þegar hann tók Matthías Vilhjálmsson hálstaki er hann reyndi að stöðva hraða sókn.

Myndir Hafliða Breiðfjörð af atvikinu hafa vakið mikla athygli en þær fylgja með þessari frétt.

„Ég er að horfa á myndirnar hérna og ég er eiginlega bara hissa að Matti hafi ekki bara sofnað," sagði Valur Gunnarsson.

„Þetta er eins og UFC svæfingartak," sagði Elvar Geir Magnússon en þetta atvik hafði ekki úrslitaáhrif þar sem Víkingur vann 2-0 sigur.

Við erum góðir félagar
Matthías var spurður út í atvikið í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn en hann sagði þá:

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við Matthías eftir leikinn í gærkvöldi.
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Athugasemdir
banner
banner