Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 14:45
Elvar Geir Magnússon
Þórir hetja Braunschweig - Ísak Bergmann fer í umspil
Þórir Jóhann Helgason fagnar marki sínu.
Þórir Jóhann Helgason fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Næstsíðasta umferð þýsku B-deildarinnar fór fram um helgina. Þórir Jóhann Helgason skoraði sigurmark Eintracht Braunschweig sem vann 1-0 sigur gegn Wehen.

Sigurinn gerir það að verkum að Braunschweig innsiglar áframhaldandi veru í B-deildinni en Þórir er hjá félaginu á láni frá Lecce á Ítalíu. Þetta var fjórða mark hans fyrir þýska liðið á tímabilinu en það má sjá hér að neðan.

Stuðningsmenn St. Pauli þeystu út á völlinn eftir 3-1 sigur gegn botnliði Osnabrück en úrslitin gera það að verkum að þetta skemmtilega félag er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2011. Í gær tryggði Holstein Kiel sér sæti í deild þeirra bestu með jafntefli gegn Fortuna Düsseldorf.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Düsseldorf enda í þriðja sæti og munu spila í umspili um veru í efstu deild. Þar munu þær mæta liðinu sem enda í 16. sæti Bundesligunnar en Union Berlin er í því sæti sem stendur.

Sveinn Aron Guðjohnsen og félagar í Hansa Rostock eru í fallsæti fyrir lokaumferð B-deildarinnar en heldur í vonina um að koma sér í umspil um áframhaldandi veru. Liðið mun mæta Paderborn í lokaumferðinni sem fram fer næsta sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner