Man City og Liverpool berjast um Zubimendi - Ramos aftur til Real Madrid - Barca hættir við Alexander-Arnold
   mán 13. maí 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
Formaðurinn segir starf Gregg Ryder hjá KR ekki í hættu
Páll Kristjánsson og Gregg Ryder.
Páll Kristjánsson og Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki. Þetta er nýbyrjað svo við erum ekkert að stressa okkur," segir Páll Kristjánsson, formaður KR, í samtali við 433.is.

Hann segir starf Gregg ekki í hættu þrátt fyrir að KR sé aðeins búið að fá eitt stig í fjórum síðustu leikjum og tapaði á heimavelli gegn HK í gær. Liðið er með sjö stig í áttunda sæti.

Staða Gregg Ryder í Vesturbænum hefur verið helsta umræðuefnið eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti hjá Haugesund.

Í Innkastinu hér á Fótbolta.net var því spáð að Óskar myndi taka við KR í sumar en eftir síðasta tímabili vildi félagið fá hann til að taka við stjórnartaumunum.

„Í upphafi tímabils var talað um að KR ætlaði að fara í rosalega pressu, væru í svo svakalegu formi. Svo mæta þeir svona liði sem er ekki mikið með boltann, hvað er planið þá? Hvað var planið í dag? Ég sá ekkert frá þeim," sagði Valur Gunnarsson í þættinum þegar rætt var um 1-2 tapið gegn HK.

Heldur þú að Óskar Hrafn taki við KR í sumar? „Já ég held það," svaraði Valur og Sæbjörn Steinke er sammála: „Ég held að þeir séu pottþétt að ræða þetta á fullu í Vesturbænum."

Sjálfur sagði Gregg í viðtali eftir leikinn:

„Það er hvergi meira pressa á þjálfara heldur en í KR. Mér var sagt það margoft þegar ég var ráðinn. Við eigum í erfiðleikum núna en ég þarf að gera betur og ég mun gera það," sagði Gregg Ryder.
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner