Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baulað á Bjarna Mark í gær - „Sendi þeim bara hjarta til baka"
Bjarni í leiknum í gær.
Bjarni í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Duffield lék með Val í gær þegar liðið lagði KA að velli á N1 vellinum. Leikurinn var fyrsti leikur Bjarna í meistaraflokki gegn KA en hann er fyrrum leikmaður liðsins. Hann hóf meistaraflokksferilinn á Brekkunni árið 2014 eftir að hafa komið í 2. flokk félagsins árið 2011.

Bjarni fór til Kristianstad árið 2016 og var þar í tvö ár áður en hann sneri aftur í KA og var lykilmaður í liðinu árið 2018. Í kjölfarið fór hann aftur til Svíþjóðar og lék þá með Brage í þrjú tímabil áður en hann samdi við Start þar sem hann var í tvö tímabil áður en hann svo gekk í raðir Vals í vetur.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Auðvitað, ég hugsaði það alveg (að fara í KA). Ég er búinn að vera með áhuga frá Val og KA er líka búið að sýna mér áhuga. En málið er að þetta var ekki þannig að ég ákvað að núna ætlaði ég að flytja heim og bara spurning í hvaða lið ég ætlaði að fara. Ég ákvað að fara heim af því mig langaði í Val. Ég fór því einhvern veginn aldrei í þær hugleiðingar hvað passaði best," sagði Bjarni við Fótbolta.net eftir heimkomuna.

Nokkrir KA menn í stúkunni í gær tóku sig til og bauluðu á Bjarna þegar hann fékk boltann. Fréttamaður Vísis spurði Bjarna út í það í viðtali eftir leik.

„Tilfinningin er góð eftir sigurinn. Mikilvægt að tengja saman sigra. Extra sætt fyrir mig, skrýtið að spila við KA. Þetta var í fyrsta sinn sem ég mæti KA í meistaraflokki. Þetta var bara gaman. Var bara eitthvað grín, ég sendi þeim bara hjarta til baka enda elska ég þá alla," sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner