Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Emma hetjan í markaveislu
Mynd: FHL
FHL 4 - 3 ÍA
1-0 Emma Hawkins ('19 )
1-1 Sunna Rún Sigurðardóttir ('26 )
2-1 Klil Keshwar ('28 , Sjálfsmark)
3-1 Samantha Rose Smith ('37 )
3-2 Erna Björt Elíasdóttir ('76 )
3-3 Erna Björt Elíasdóttir ('84 )
4-3 Emma Hawkins ('89 )

FHL og ÍA áttust við í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og úr varð gríðarlega skemmtileg viðureign.

Emma Hawkins tók forystuna fyrir FHL í fyrri hálfleik og jafnaði Sunna Rún Sigurðardóttir fyrir Skagakonur.

Klil Keshwar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu síðar og tvöfaldaði Samantha Rose Smith forystu FHL í kjölfarið svo staðan var 3-1 í leikhlé.

Erna Björt Elíasdóttir hafði þó engan áhuga á að tapa þessum útileik og tók hún til sinna mála með að skora tvennu fyrir ÍA í síðari hálfleik.

Staðan var því orðin 3-3 á lokakaflanum en tvennan frá Ernu nægði ekki að lokum, því Emma Hawkins skoraði sitt annað mark til að tryggja flottan sigur eftir fjörugan slag.

Lokatölur urðu því 4-3 fyrir FHL sem er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir sumarsins. ÍA er með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner