Liverpool er að vinna Aston Villa, 3-1, í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park, en heimamenn geta sjálfum sér um kennt.
Emiliano Martínez setti boltann í eigið net snemma leiks áður en Youri Tielemans svaraði tíu mínútum síðar.
Cody Gakpo var ekki lengi að koma Liverpool aftur yfir með skoti af stuttu færi en heimamenn hefðu getað jafnað áður en hálfleikurinn var úti.
Leon Bailey fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum fyrir markið og í gegnum pakkann. Boltinn rúllaði í gegn aðeins hálfum meter frá markinu og þar var Diego Carlos mættur.
Hann fleygði sér í boltann, sem lak síðan á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það versta fyrir Villa í þessu er að Ollie Watkins var í betri stöðu, klár í að setja boltann í netið.
Liverpool kom sér í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleiknum með marki Jarell Quansah, sem stangaði boltann í samskeytin eftir aukaspyrnu Harvey Elliott.
Sjáðu markið hjá Quansah
????????| ASTON VILLA JUST MISSED A HUGE CHANCE!!!#AVLLIV
— CentreGoals (Parody) (@centregoals_01) May 13, 2024
pic.twitter.com/AxQkm7LluE
Athugasemdir