Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 12. maí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes spenntur fyrir framtíð West Ham - „Viljum vera í Evrópu á hverju ári"

David Moyes stýrði West Ham í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið lagði Luton af velli í gær. Hann mun yfirgefa félagið í sumar.


Hann tók við liðinu árið 2017 á sex mánaða samning og bjargaði liðinu frá falli. Hann snéri aftur til félagsins í desember árið 2019 og kom liðinu m.a. í úrslit Sambandsdeildarinnar þar sem liðið hafði sigur á Fiorentina tímabilið 2022/23.

„Vonandi segir fólk að væntingarnar séu orðnar meiri. Þegar ég kom var verkefnið að halda West Ham í deildinni. Nú er félagið að segja að við viljum vera í Evrópu á hverju ári. Þetta er mikil breyting á þremur eða fjórum árum," sagði Moyes.

„Það eru svo miklir möguleikar hjá West Ham og mikið rými fyrir bætingar. Ég vona að næsta skref sé upp á við og gefur þeim tækifæri til að ná einhverju nýju."


Athugasemdir
banner