Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reece James gengið í gegnum erfiða tíma - „Beðið lengi eftir þessu"
Mynd: Getty Images

Reece James, fyrirliði Chelsea, snéri aftur á völlinn í gær eftir fimm mánaða fjarveru.


Hann kom inná sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 3-2 sigri á Nottingham Forest. Hann hafði verið fjarverandi síðan í desember þegar hann gekkst undir aðgerð.

„Það var frábært að komast aftur út á völl. Þetta hafa verið langir fimm mánuðir, ég hef beðið eftir þessu mjög lengi, ég er svo ánægður að geta komið til baka og hjálpað liðinu," sagði James.

„Ég vildi koma til baka áður en tímabilinu lauk, vera í góðu formi til að geta hjálpað liðinu og ég var ánægður að geta það í dag. Þetta hefur gengið hægt, upphaflega héldum við að þetta gæti tekið um þrjá mánuði svo það var erfitt fyrir mig að meðtaka það að vera frá í um fimm mánuði."


Athugasemdir
banner
banner