Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Mistökin opnuðu dyrnar
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, var stoltur af sínum mönnum og sagði leikmenn hafa sýnt mikinn karakter þrátt fyrir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu í 3-3 jafnteflinu gegn Aston Villa í kvöld.

Liverpool var 3-1 yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma

Jhon Durán kom inn af bekknum og nýtti mistök Alexis Mac Allister, sem missti boltann frá sér. Durán skoraði síðan annað stórglæsilegt mark til að bjarga stigi fyrir Villa.

„Þetta rann úr greipum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og gerðum margt gott sem skapaði mörg vandamál, en áður en við gáfum þeim of mörg færi fyrir breytingarnar.“

„Villa skapaði sér of mikið. Þeir voru allt of oft í okkar teig og svo gerðum við breytingar. Síðan gerum við mistök, sem geta gerst en á því augnabliki opnuðu dyrnar.“

„Þeir skora jöfnunarmark og ég veit ekki einu sinni hvernig. Karakterinn hjá strákunum í þessari stöðu var samt stórkostlegur. Við vildum vinna leikinn, en þetta varð snúið eftir annað markið. Það er í raun saga leiksins,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner