Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
   sun 12. maí 2024 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-0 gegn Breiðablik í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara hundfúll, þetta er bara ömurlegt."

Fylkismenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik en voru óheppnir að skora ekki. Þeir fá svo á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var ákveðið högg í magan fyrir þá.

„Þetta er sagan okkar í sumar. Spilum vel úti á vellinum, sköpum okkur fullt af færum og náum ekki að vera nógu effektívir fyrir framan mark andstæðingsins. Það er bara ekki nógu gott, ekki nógu mikil gæði í því sem við erum að gera þar. Aftur á móti eru gæði inn á vellnum og gæði í að koma okkur í færi, en bara lokahnykkurinn er ekki nógu góður. Við fáum svo bara mark í andlitið, það hefur verið svolítið sagan okkar, rétt fyrir hálfleik. Síðan er líka bara mark númer tvö bara fáránlega illa gert hjá okkur. Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu og fórna sér fyrir það, að reyna að koma þessum bolta í burtu frá markinu. Að leggja líf og sál í það, mér finnst það bara ábótavant. Því miður. Það er ekkert sem við getum gert. Það er bara erfitt að vera tala um það núna svona rétt eftir leik en mér finnst þetta bara ekki nógu gott hjá okkur. Svo förum við hátt upp með marga hérna rétt í lokinn og þeir setja mark á okkur í yfirtíma. Þannig að jú það var margt mjög gott í okkar leik, að mörgu leiti. En það er bara ekkert nóg, við þurfum að vera miklu aggressívari fyrir framan mark andstæðinganna og nýta þessa möguleika sem við fáum. Af því það eru alveg fullt af möguleikum sem við sköpum, og gerum það bara vel að mörgu leiti en liðin eru að skora alltof auðveld mörk á okkur. Því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner