Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   sun 12. maí 2024 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-0 gegn Breiðablik í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara hundfúll, þetta er bara ömurlegt."

Fylkismenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik en voru óheppnir að skora ekki. Þeir fá svo á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var ákveðið högg í magan fyrir þá.

„Þetta er sagan okkar í sumar. Spilum vel úti á vellinum, sköpum okkur fullt af færum og náum ekki að vera nógu effektívir fyrir framan mark andstæðingsins. Það er bara ekki nógu gott, ekki nógu mikil gæði í því sem við erum að gera þar. Aftur á móti eru gæði inn á vellnum og gæði í að koma okkur í færi, en bara lokahnykkurinn er ekki nógu góður. Við fáum svo bara mark í andlitið, það hefur verið svolítið sagan okkar, rétt fyrir hálfleik. Síðan er líka bara mark númer tvö bara fáránlega illa gert hjá okkur. Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu og fórna sér fyrir það, að reyna að koma þessum bolta í burtu frá markinu. Að leggja líf og sál í það, mér finnst það bara ábótavant. Því miður. Það er ekkert sem við getum gert. Það er bara erfitt að vera tala um það núna svona rétt eftir leik en mér finnst þetta bara ekki nógu gott hjá okkur. Svo förum við hátt upp með marga hérna rétt í lokinn og þeir setja mark á okkur í yfirtíma. Þannig að jú það var margt mjög gott í okkar leik, að mörgu leiti. En það er bara ekkert nóg, við þurfum að vera miklu aggressívari fyrir framan mark andstæðinganna og nýta þessa möguleika sem við fáum. Af því það eru alveg fullt af möguleikum sem við sköpum, og gerum það bara vel að mörgu leiti en liðin eru að skora alltof auðveld mörk á okkur. Því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner