Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 12. maí 2024 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-0 gegn Breiðablik í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara hundfúll, þetta er bara ömurlegt."

Fylkismenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik en voru óheppnir að skora ekki. Þeir fá svo á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var ákveðið högg í magan fyrir þá.

„Þetta er sagan okkar í sumar. Spilum vel úti á vellinum, sköpum okkur fullt af færum og náum ekki að vera nógu effektívir fyrir framan mark andstæðingsins. Það er bara ekki nógu gott, ekki nógu mikil gæði í því sem við erum að gera þar. Aftur á móti eru gæði inn á vellnum og gæði í að koma okkur í færi, en bara lokahnykkurinn er ekki nógu góður. Við fáum svo bara mark í andlitið, það hefur verið svolítið sagan okkar, rétt fyrir hálfleik. Síðan er líka bara mark númer tvö bara fáránlega illa gert hjá okkur. Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu og fórna sér fyrir það, að reyna að koma þessum bolta í burtu frá markinu. Að leggja líf og sál í það, mér finnst það bara ábótavant. Því miður. Það er ekkert sem við getum gert. Það er bara erfitt að vera tala um það núna svona rétt eftir leik en mér finnst þetta bara ekki nógu gott hjá okkur. Svo förum við hátt upp með marga hérna rétt í lokinn og þeir setja mark á okkur í yfirtíma. Þannig að jú það var margt mjög gott í okkar leik, að mörgu leiti. En það er bara ekkert nóg, við þurfum að vera miklu aggressívari fyrir framan mark andstæðinganna og nýta þessa möguleika sem við fáum. Af því það eru alveg fullt af möguleikum sem við sköpum, og gerum það bara vel að mörgu leiti en liðin eru að skora alltof auðveld mörk á okkur. Því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner