Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 12. maí 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Fimmtíu leikir í röð án taps - Hoffenheim í bílstjórasætinu í Evrópubaráttu
Patrick Schick
Patrick Schick
Mynd: EPA

Þýsku meistararnir í Leverkusen hafa átt ótrúlegt tímabil en liðið hefur ekki tapað í fimmtíu leikjum í röð eftir öruggan sigur á Bochum í kvöld.


Bochum var manni færri stóran hluta úr leiknum þar sem Felix Passlack fékk að líta rauða spjaldið eftir stundafjórðung.

Leverkusen nýtti sér liðsmuninn og vnan að lokum öruggan sigur og er áfram ósigrað í öllum keppnum á þessari leiktíð en liðið á aðeins eftir að spila þrjá leiki. Einn í deild og síðan í úrslitum Evrópudeildarinnar og þýska bikarsins.

Bayern lagði Wolfsburg þar sem hinn 19 ára gamli Lovro Zvonarek skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í deildinni á tímabilinu.

Hoffenheim er í bílstjórasætinu í baráttunni um Sambandsdeildarsæti eftir stórsigur á botnliði Darmstadt en Hoffenheim mætir Bayern í lokaumferðinni.

Bayern 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Lovro Zvonarek ('4 )
2-0 Leon Goretzka ('13 )

Bochum 0 - 5 Bayer
0-1 Patrik Schick ('41 )
0-2 Victor Boniface ('45 , víti)
0-3 Amine Adli ('76 )
0-4 Josip Stanisic ('86 )
0-5 Alex Grimaldo ('90 )
Rautt spjald: Felix Passlack, Bochum ('15)

Darmstadt 0 - 6 Hoffenheim
0-1 Ihlas Bebou ('2 )
0-2 Maximilian Beier ('6 )
0-3 Pavel Kaderabek ('22 )
0-4 Ozan Kabak ('26 )
0-5 Maximilian Beier ('44 )
0-6 Ihlas Bebou ('51 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner