Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 13. maí 2024 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Tom Hanks gapti yfir jöfnunarmarki Durán
Jhon Durán, sóknarmaður Aston Villa, er líklega kominn með nýjan aðdáanda eftir jöfnunarmarkið sem hann skoraði gegn Liverpool á Villa Park.

Durán átti magnaða innkomu í leiknum en hann skoraði tvö mörk af bekknum.

Seinna markið var í glæsilegri kantinum en hann stýrði fastri sendingu Moussa Diaby framhjá Alisson, sem vissi ekki hvað sneri upp né niður.

Hollywood-leikarinn Tom Hanks var í stúkunni á leiknum en hann gapti bara yfir markinu. Hanks er mikill stuðningsmaður Villa og reynir að mæta reglulega á leiki. Viðbrögð hans og markið má sjá hér fyrir neðan, en hægt er spóla á 2:03 í neðri spilaranum til að sjá það mark.




Athugasemdir
banner