Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Víkings og FH: Jón Guðni spilar sinn fyrsta leik í sumar
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísak Óli snýr aftur eftir leikbann.
Ísak Óli snýr aftur eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir stórleik Víkings og FH í Bestu deildinni í kvöld. Víkingar gera fimm breytingar á milli leikja og FH gerir eina breytingu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Víkingar töpuðu síðasta leik 3-1 gegn HK en frá þeim leik kemur Ingvar Jónsson aftur í markið fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson. Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen koma einnig inn í liðið fyrir Helga Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson.

Jón Guðni Fjóluson leikur þá sinn fyrsta leik í sumar en hann kemur inn fyrir Karl Friðleif Gunnarsson.

Hjá FH snýr Ísak Óli Ólafsson úr leikbanni og byrjar hann í staðinn fyrir Dusan Brkovic.

Þetta verður mjög áhugaverður leikur en þessi lið eru jöfn á toppnum með tólf stig.

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner