Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 12. maí 2024 14:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Antony og Eriksen bekkjaðir
Manchester United tekur á móti Arsenal í afar áhugaverðum slag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er eini leikur dagsins í úrvalsdeildinni og þurfa bæði lið sigur.

Arsenal er í harðri titilbaráttu við Manchester City og þarf sigur til að halda í við ríkjandi meistara, á meðan meiðslahrjáð lið Man Utd er að berjast um Evrópusæti.

Erik ten Hag gerir þrjár breytingar frá vandræðalegu tapi gegn Crystal Palace í síðustu umferð, en hann hefur ekki úr mörgum leikmönnum að velja.

Sofyan Amrabat, Scott McTominay og Amad Diallo koma inn í byrjunarliðið fyrir Christian Eriksen og Antony sem setjast á bekkinn, á meðan Mason Mount dettur úr hópnum vegna smávægilegra meiðsla.

Mikel Arteta breytir engu eftir þægilegan sigur gegn Bournemouth. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Arsenal mætir til leiks með sama byrjunarlið, þar sem Takehiro Tomiyasu byrjar í vinstri bakverði, Thomas Partey er á miðjunni og Leandro Trossard á vinstri kanti.

Oleksandr Zinchenko, Jorginho og Gabriel Martinelli sitja á bekknum ásamt Jakub Kiwior og Gabriel Jesus.

Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Evans, Amrabat, Dalot, Casemiro, Mainoo, McTominay, Diallo, Garnacho, Höjlund
Varamenn: Bayindir, Amass, Kambwala, Ogunneye, Collyer, Eriksen, Forson, Antony, Wheatley

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu, Rice, Partey, Ödegaard, Saka, Trossard, Havertz
Varamenn: Ramsdale, Zinchenko, Kiwior, Jorginho, Vieira, Smith Rowe, Martinelli, Jesus, Nketiah
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner