Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 12. maí 2024 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eins og leikmenn séu að bíða eftir því að tímabilinu ljúki - „Vorkenni Ten Hag"
Mynd: EPA

Wayne Rooney fyrrum leikmaður Manchester United segist vorkenna Erik ten Hag stjóri liðsins.


Mikil óvissa er í kringum framtíð Ten Hag hjá félaginu en Rooney telur að hann eigi að fá tækifæri til að sanna sig.

Ten Hag hefur mikið talað um viðhorf leikmanna liðsins og hann talaði um það einnig eftir tap liðsins gegn Arsenal í dag. Rooney skilur stjórann.

„Ég sagði það fyrir nokkrum vikum að leikmennirnir þurfi að líta í eigin barm. Það er móðgun þegar stjórinn er að tala um viðhorfsvandamál í viðtölum," sagði Rooney á Sky Sports eftir leikinn.

„Ef ég myndi sjá stjórann segja þetta væri ekki fræðilegur möguleiki að ég myndi láta það ganga út tímabilið. Mér líður eins og sumir leikmenn séu að bíða eftir því að tímabilið sé búið svo ég vorkenni honum. Þegar uppi er staðið er í hans verkahring að sjá til þess að leikmennirnir séu klárir."


Athugasemdir
banner
banner
banner