Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 12. maí 2024 20:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Myndir: Átti Böddi að fá rautt spjald?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur er marki yfir gegn FH í toppbaráttuslag í Víkinni þegar síðari hálfleikur er nýhafinn en það var Aron Elís Þrándarson sem skoraði markið.

Rétt fyrir markið kom upp umdeilt atvik þar sem Böðvar Böðvarsson reif Matthías Vilhjálmsson niður með því að taka utan um hálsinn á honum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Hann fékk að líta gula spjaldið en stuðningsmenn Víkings kölluðu eftir því að hann fengi rauða spjaldið.

„Stoppar hraða sókn. Stuðningsmenn Víkinga eru gjörsamlega trylltir. Vilja annan lit á þetta spjald. Böddi tekur utan um hálsinn á Matta og er kannski heppinn að sleppa," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsinguna.

Sjáðu myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók af brotinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner