Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Grindavík vann HK - Jafnt á Seltjarnarnesi
Una Rós Unnarsdóttir skoraði sigurmark Grindvíkinga
Una Rós Unnarsdóttir skoraði sigurmark Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Lengjudeild kvenna er lokið en Grindavík vann sinn fyrsta sigur er það rétt marði HK, 1-0, á meðan Grótta gerði 1-1 jafntefli við Aftureldingu á Vivaldi-vellinum.

Grindavík og HK mættust í Safamýrinni, sem verður heimavöllur Grindvíkinga í sumar.

Una Rós Unnarsdóttir skoraði sigurmarkið á 7. mínútu leiksins og nældi þar í fyrsta sigur Grindavíkur.

Þetta voru sömuleiðis fyrstu stig liðsins en HK er með eitt stig eftir tvo leiki.

Á Seltjarnarnesi gerðu Grótta og Afturelding 1-1 jafntefli. Saga Líf Sigurðardóttir skoraði mark Aftureldingar en Arnfríður Auður Arnarsdóttir jafnaði með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Afturelding er með 4 stig úr tveimur leikjum en Grótta tvö stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 1 - 0 HK
1-0 Una Rós Unnarsdóttir ('7 )

Grótta 1 - 1 Afturelding
0-1 Saga Líf Sigurðardóttir
1-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('víti)
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 11 9 1 1 40 - 18 +22 28
2.    Afturelding 12 6 3 3 18 - 13 +5 21
3.    ÍBV 12 6 1 5 21 - 18 +3 19
4.    Grótta 12 5 4 3 18 - 16 +2 19
5.    HK 11 5 2 4 24 - 15 +9 17
6.    Fram 12 4 4 4 24 - 21 +3 16
7.    ÍA 12 5 1 6 18 - 22 -4 16
8.    Grindavík 12 4 2 6 13 - 18 -5 14
9.    Selfoss 12 2 4 6 11 - 18 -7 10
10.    ÍR 12 1 2 9 10 - 38 -28 5
Athugasemdir
banner
banner