Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 12. maí 2024 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að tileinka þessum sigri mæðrum drengjanna. Það er ekki auðvelt að eiga strák í fótbolta. Ég vil líka tileinka Kareni, Kristínu og Helgu þennan sigur, þær eiga börn með leikmönnunum mínum. Tileinkum þeim sigurinn vegna alls sem þær gera svo við getum komið með þessa frammistöðu á völlinn." Segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur á KR á sjálfum mæðradeginum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Þetta var ekki ósanngjarn sigur. Mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur en við sköpum sjálfir lítið. Klaufaskapur í markinu þegar við komumst yfir. Þegar maður leggur svona mikið á þið inni á vellinum þá færðu það sem þú átt skilið."

HK hafa nú tengt saman tvo óvænta sigra eftir slaka byrjun á mótinu.

„Við losum okkur við þann misskilning að það sé hægt að vinna leiki án þess að leggja allt í sölurnar. Við getum ekki komist upp með að spila á hálfum hraða. Við höfum sett viðmið í seinustu tveimur leikjum sem að við þurfum að standast eins lengi og hægt er."

„Það er bikarvika og við þurfum að jafna okkur. Við eigum Fylki í bikarnum. Það er mikilvægast núna að kortleggja andstæðingana og safna orku.

Það er bikarumferð framundan og Ómar er mjög til í það að HK fari í smá bikarævintýri.

„Við eigum ekki góðan árangur í bikarnum. Við fórum í undanúrslit fyrir tuttugu árum. Það er stefnan að komast eins langt og hægt er í bikarnum."




Athugasemdir