Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 12. maí 2024 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að tileinka þessum sigri mæðrum drengjanna. Það er ekki auðvelt að eiga strák í fótbolta. Ég vil líka tileinka Kareni, Kristínu og Helgu þennan sigur, þær eiga börn með leikmönnunum mínum. Tileinkum þeim sigurinn vegna alls sem þær gera svo við getum komið með þessa frammistöðu á völlinn." Segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur á KR á sjálfum mæðradeginum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Þetta var ekki ósanngjarn sigur. Mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur en við sköpum sjálfir lítið. Klaufaskapur í markinu þegar við komumst yfir. Þegar maður leggur svona mikið á þið inni á vellinum þá færðu það sem þú átt skilið."

HK hafa nú tengt saman tvo óvænta sigra eftir slaka byrjun á mótinu.

„Við losum okkur við þann misskilning að það sé hægt að vinna leiki án þess að leggja allt í sölurnar. Við getum ekki komist upp með að spila á hálfum hraða. Við höfum sett viðmið í seinustu tveimur leikjum sem að við þurfum að standast eins lengi og hægt er."

„Það er bikarvika og við þurfum að jafna okkur. Við eigum Fylki í bikarnum. Það er mikilvægast núna að kortleggja andstæðingana og safna orku.

Það er bikarumferð framundan og Ómar er mjög til í það að HK fari í smá bikarævintýri.

„Við eigum ekki góðan árangur í bikarnum. Við fórum í undanúrslit fyrir tuttugu árum. Það er stefnan að komast eins langt og hægt er í bikarnum."
Athugasemdir
banner
banner