Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mun stýra sínum síðasta útileik í kvöld er liðið heimsækir Aston Villa á Villa Park, en hann verður að halda sér á mottunni ef hann ætlar að fá að stýra síðasta heimaleiknum næstu helgi.
Klopp er einu gulu spjaldi frá því að fara í bann og myndi hann þá ekki vera á hliðarlínunni gegn Wolves í lokaumferðini, sem verður hans síðasti leikur sem stjóri Liverpool.
Stemningin á Anfield verður svakaleg þegar Liverpool mætir Wolves, en fyrst þarf hann að þrauka í gegnum leikinn í kvöld.
Simon Hooper verður á flautunni í kvöld og var Þjóðverjinn ekki beint að fagna ákvörðun enska dómarasambandsins.
„Og þeir gáfu mér Simon Hooper. Það er stærsta áskorun sem þeir gátu fundið, en ég er góður. Þetta ætti að vera í fínu lagi,“ sagði Klopp fyrir leikinn.
Athugasemdir