Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael gaf af sér við ungu kynslóðina fyrir leik
Helgi Mikeal og krakkarnir í stúkunni í gær.
Helgi Mikeal og krakkarnir í stúkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera góður!

Einhvern veginn svona hljómar þekktur enskur frasi ef honum er snarað yfir á hina ylhýru íslensku tungu.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

Helgi Mikael Jónasson dómara virðist hafa tileinkað sér þetta en fyrir leik Vals og KA í Bestu-deild karla í gær var hann kominn inn í göngin langt á undan kollegum sínum í dómarastéttinni og leikmönnum liðanna.

Hann lét sér ekki leiðast meðan hann beið eftir að aðrir kláruðu að reima á sig skóna heldur nýtti tímann til að gefa af sér til ungu kynslóðarinnar í stúkunni.

Helgi Mikael og krakkarnir fóru yfir hlutkestispeningana og virkni þeirra svo allir skildu um hvað það allt snýst. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner