Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 12:26
Elvar Geir Magnússon
Crawley í fyrsta sinn á Wembley
Danilo Orsi skoraði þrennu fyrir Crawley.
Danilo Orsi skoraði þrennu fyrir Crawley.
Mynd: Getty Images
Undir stjórn Scott Lindsey hefur Crawley spilað afskaplega flottan fótbolta og náð góðum árangri.
Undir stjórn Scott Lindsey hefur Crawley spilað afskaplega flottan fótbolta og náð góðum árangri.
Mynd: Getty Images
Crawley Town rústaði Milton Keynes Dons 5-1 á útivelli í gær í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum umspils ensku D-deildarinnar, League Two. Samtals vann Crawley einvígið 8-1 og tryggði sér þar með í úrslitaleikinn á Wembley sem fram fer næsta sunnudag.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Crawley, sem er staðsett rétt hjá Gatwick flugvelli, spilar á hinum sögufræga Wembley. Liðið hafði rétt skriðið inn í umspilið í lokaumferð deildakeppninnar með því að vinna sinn leik og fá önnur úrslit sér í hag.

Gegn MK Dons sýndi Crawley frábæran fótbolta, skoraði glæsileg mörk og sóknarmaðurinn Danilo Orsi skoraði þrennu og tók boltann með sér heim. Skellur fyrir MK Dons sem hefur sex sinnum farið í umspil án þess að komast í úrslitaleikinn.

„Við vorum framúrskarandi í þessu einvígi og leikmennirnir eiga hrós skilið. Við fengum marga af þeim úr utandeildinni en þeir sýndu hvers þeir eru megnugir," segir Scott Lindsey sem hefur gert frábæra hluti með Crawley.

Í úrslitaleiknum verður mótherjinn Crewe Alexandra sem vann Doncaster Rovers á dramatískan hátt í undanúrslitum. Eftir að hafa tapað heimaleiknum 0-2 þá vann Crewe tveggja marka sigur á útivelli og tryggði sér svo farseðilinn á Wembley með því að vinna í vítaspyrnukeppni.

Sigurvegarinn á Wembley næsta sunnudag mun fylgja Stockport, Wrexham og Mansfield upp í C-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner