Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 12. maí 2024 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: HK vann níu KR-inga í ótrúlegum leik
Atli Þór Jónasson kemur HK yfir
Atli Þór Jónasson kemur HK yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR 1 - 2 HK
0-1 Atli Þór Jónasson ('38 )
0-2 Arnþór Ari Atlason ('65 )
1-2 Atli Sigurjónsson ('78 )
Rautt spjald: ,Kristján Flóki Finnbogason, KR ('71)Moutaz Neffati, KR ('82)
Lestu um leikinn


Það var veisla á Meistaravöllum þar sem HK var í heimsókn en leikurinn bauð upp á allskonar skemmtun.

Sigurpáll Sören Ingólfsson stóð í marki KR þar sem Guy Smit var í banni. Sigurpáll kom við sögu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann rauk út úr markinu þegar Finnur Tómas ætlaði að skalla boltann til baka en boltinn sveif yfir maarkvörðinn.

Atli Þór Jónasson var fljótur að átta sig og var á undan í boltann og skoraði í autt markið en þurfti að fara af velli vegna meiðsla í kjölfarið.

Arnþór Ari tvöfaldaði forystu HK þegar hann var fyrstur á boltann inn á teignum eftir sendingu frá Alta Hrafni.

Stuttu síðar bættist grátt ofan á svart hjá KRingum þegar Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulaust brot. Einum færri tókst KR að minnka muninn þegar Atli Sigurjónsson skoraði beint úr hornspyrnu.

KR kláraði leikinn tveimur mönnum færri sem Moutaz Neffati fékk að líta sitt annað gula spjald.

Hákon Ingi Jónsson var nálægt því að innsigla sigurinn í uppbótatíma en skaut framhjá úr dauðafæri en það kom ekki að sök.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner