Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Aston Villa og Liverpool: Geggjuð innkoma Durán
Jhon Durán var stórkostlegur
Jhon Durán var stórkostlegur
Mynd: Getty Images
Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Durán var valinn maður leiksins í 3-3 jafntefli Aston Villa gegn Liverpool á Villa Park í kvöld.

Durán spilaði bara rétt um 20 mínútur í leiknum en það var nóg fyrir hann til að setja sitt mark á leikinn.

Framherjinn skoraði tvö lagleg mörk og náði að bjarga stigi fyrir sína menn.

Sky valdi Durán bestan með 8 í einkunn. Þrír liðsfélagar hans, Emiliano Martínez, Lucas Digne og Diego Carlos fá allir 5 í einkunn.

Margir leikmenn Liverpool fá 7 en Virgil van Dijk, Alexis Mac Allister og Wataru Endo voru lægstir með 6.

Aston Villa: Martinez (5), Diego Carlos (5), Konsa (6), Torres (6), Digne (5), Diaby (7), Tielemans (7), McGinn (7), Douglas Luiz (6), Bailey (7), Watkins (7).
Varamenn: Duran (8), Chambers (6).

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Quansah (7), Van Dijk (6), Gomez (7), Endo (6), Mac Allister (6), Elliott (7), Salah (7), Gakpo (7), Diaz (7).
Varamenn: Gravenberch (6), Nunez (6), Szoboszlai (6), Jones (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner