Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 12. maí 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru bara vonbrigði að tapa. Við þurftum ekki að tapa þessum leik. Það voru forsendur í dag til að vinna Víking," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Fossvogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Þarna voru tvö efstu lið Bestu deildarinnar að mætast, en þau voru bæði með tólf stig fyrir leikinn.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel. Við vorum sjálfum okkur verstir. Víkingarnir eru öflugir í fyrirgjöfum og í föstum leikatriðum. Við náðum ekki að verjast því en fyrir utan það, þá sköpuðu þeir ekkert."

„Aðalvonbrigðin eru eftir að við verðum manni fleiri, að við látum boltann ekki ganga og þreytum þá; hreyfa þessa lágu blokk sem þeir voru komnir í. Þess í staðinn héldum við áfram að fara í lengri bolta og það var klaufalegt af okkar hálfu."

„Víkingar eru með virkilega gott lið og það er valinn maður í hverju rúmi. Við þurfum bara að halda áfram. Það má ekki gleyma því að Víkingar eru búnir að spila fjóra heimaleiki og við erum bara búnir að spila einn."

FH hefur komið nokkuð á óvart í byrjun tímabilsins.

„Þetta hefur alls ekkert komið mér á óvart. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik. Við þurfum bara að safna kröftum og halda áfram. Þetta má ekki slá okkur út af laginu. Við höfum sýnt karakter g samstöðu í leikjunum. Við erum að vinna grunnvinuna. Þá gerast oft góðir hlutir hjá FH," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner