Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   sun 12. maí 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru bara vonbrigði að tapa. Við þurftum ekki að tapa þessum leik. Það voru forsendur í dag til að vinna Víking," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Fossvogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Þarna voru tvö efstu lið Bestu deildarinnar að mætast, en þau voru bæði með tólf stig fyrir leikinn.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel. Við vorum sjálfum okkur verstir. Víkingarnir eru öflugir í fyrirgjöfum og í föstum leikatriðum. Við náðum ekki að verjast því en fyrir utan það, þá sköpuðu þeir ekkert."

„Aðalvonbrigðin eru eftir að við verðum manni fleiri, að við látum boltann ekki ganga og þreytum þá; hreyfa þessa lágu blokk sem þeir voru komnir í. Þess í staðinn héldum við áfram að fara í lengri bolta og það var klaufalegt af okkar hálfu."

„Víkingar eru með virkilega gott lið og það er valinn maður í hverju rúmi. Við þurfum bara að halda áfram. Það má ekki gleyma því að Víkingar eru búnir að spila fjóra heimaleiki og við erum bara búnir að spila einn."

FH hefur komið nokkuð á óvart í byrjun tímabilsins.

„Þetta hefur alls ekkert komið mér á óvart. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik. Við þurfum bara að safna kröftum og halda áfram. Þetta má ekki slá okkur út af laginu. Við höfum sýnt karakter g samstöðu í leikjunum. Við erum að vinna grunnvinuna. Þá gerast oft góðir hlutir hjá FH," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner