Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 12. maí 2024 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er það sáttur að það erfitt að halda aftur af brosinu hérna í þessu viðtali. Gífurlega sterk þrjú stig. Það er alltaf erfitt að sækja þrjú stig á KR vellinum." Segir Arnþór Ari eftir 2-1 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Mér fannst þetta sanngjarnt. Þeir eru með gífurlega gott lið og við þurftum að standa af okkur smá áhlaup. Við nýttum færin vel en áttum að gera út um leikinn og nýta liðsstyrkinn"

Eftir erfiða byrjun hafa HK nú unnið tvo leiki í röð, eitthvað sem mjög fáir áttu von á.

„Við höfum meiri trú á þessu. í fyrstu leikjunum var eins og við værum að spila með reipi um mittið. Núna ætlum við bara fram á völlinn og gefa meira í þetta en áður án þess að hafa áhyggjur. Við erum að sýna að við erum með gott lið.

HK-ingar eru að koma sparkspekingum á óvart sem höfðu afskrifað þá, eru þeir mögulega að koma sjálfum sér á óvart?

„Við erum alls ekki að koma okkur á óvart. Við erum með flottan og reynslumikinn hóp sem er vanmetið. Ofan á það eru ungir leikmenn að koma sterkir inn, eins og Maggi (Magnús Arnar Pétursson), Tumi (Þorvarsson) og Kristján Snær (Frostason). Þetta er sterkur hópur og þetta kemur mér ekki neitt á óvart"

„Næsti leikur er Valur heima og við sækjum til sigurs þar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner