Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   þri 14. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe leikmaður ársins í Frakklandi - „Vil þakka öllum hjá félaginu og forsetanum“
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi getur róað taugarnar
Nasser Al-Khelaifi getur róað taugarnar
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, sóknarmaður Paris Saint-Germain, var í gær valinn besti leikmaður ársins í frönsku deildinni, en hann kom með heldur áhugaverða þakkaræðu þegar hann tók við verðlaununum.

Mbappe hefur skorað 27 mörk og gefið 7 stoðsendingar á þessu tímabili en PSG vann sinn tólft deildartitil.

Í kjölfarið var hann verðskuldað valinn besti leikmaðurinn en þetta verður hans síðasta tímabil í treyju PSG.

Á föstudag tilkynnti hann að hann myndi yfirgefa PSG eftir tímabilið en þakkaði ekki Nasser Al-Khelaifi, forseta félagsins, í myndbandinu sem hann sendi frá sér.

Mbappe leiðrétti það í ræðu sinni á verðlaunaafhendingu frönsku deildarinnar í gær.

„Ég vil þakka öllum hjá félaginu og forsetanum. Ég mun sakna þess, en ég fer héðan með höfuðið hátt.“

„Næsti kafli í lífi mínu verður rosalega spennandi. Ég mun uppgötva nýja hluti og það gerir mig ánægðan. Faðir minn vildi að ég myndi skrifa blað í sögu frönsku deildarinnar áður en ég færi. Þetta hefur verið löng vegferð og er ég ótrúlega ánægður að hafa gert þetta.“

„Allt hefur sinn tíma en akkúrat núna er ég bara að yfirgefa PSG. Ég held að núna sé ekki rétti tíminn fyrir þetta viðfangsefni,“
sagði Mbappe er hann var síðan spurður út í hvaða félag hann ætli að semja við.
Athugasemdir
banner
banner
banner