Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lallana yfirgefur Brighton eftir tímabilið (Staðfest)
Adam Lallana
Adam Lallana
Mynd: Getty Images
Adam Lallana, leikmaður Brighton á Englandi, yfirgefur félagið er samningur hans rennur út eftir tímabilið en þetta staðfesti Roberto De Zerbi, stjóri félagsins, í gær.

Englendingurinn gekk í raðir Brighton frá Liverpool árið 2020 og hefur síðan þá verið mikilvægur hlekkur, bæði innan sem utan vallar.

Lallana, sem verður 36 ára síðar í þessum mánuði, hefur nú ákveðið að yfirgefa félagið í sumar.

„Þetta er mjög sorglegt. Ég vildi óska þess að hann gæti tekið annað tímabil með okkur, en þetta er hans ákvörðun. Lallana er lykilmaður hjá mér og eigum við ótrúlegt samband saman. Ég vildi óska þess að ég hefði getað unnið með honum á hans yngri árum. Hann er enn mjög góður leikmaður en var ótrúlegur þegar hann var yngri,“ sagði De Zerbi.

Lallana ætlar ekki að hætta í fótbolta og er alveg óljóst hvert hann mun fara í sumar. Englendingurinn hefur líka verið lærlingur De Zerbi síðustu ár á meðan hann vinnur að því að ná í þjálfaragráðu.

Í mars starfaði hann með U21 árs landsliði Englandi sem tæknilegur þjálfari og líklega ekki langt í að við sjáum hann taka að sér þjálfarastarf í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner