Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 12. maí 2024 22:13
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er bara flott, kærkominn sigur, við höldum hreinu og skorum 3 mörk. Þannig í heildina bara nokkuð fagmannleg frammistaða."

Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var búið að ganga erfiðlega að skapa góð færi fyrir það þannig þetta var mikilvægt mark.

„Þetta var mikilvægt, þá þurfa þeir náttúrulega eðli málsins samkvæmt að stíga aðeins ofar. Þeir voru í flottri blokk og vörðust vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum samt alveg að koma okkur í góðar stöður og fínasta spil í fyrri hálfleik. Við fórum ekki alveg nógu vel með stöðurnar. Svo datt það loksins. Þetta var mjög vel gert hjá Aroni og sömuleiðis Damir þarna í fyrsta markinu. Þannig þetta bara breytir leiksins til hins betra fyrir okkur í seinni hálfleik."

Pakkinn er mjög þéttur í efri helming deildarinnar þar sem það munar aðeins 5 stigum á 1. og 6. sæti. Höskuldur segist lítast vel á þessa topp baráttu.

„Það er náttúrulega bara ágætlega mikið búið af mótinu núna, nóg eftir náttúrulega, en þetta bara bíður upp á spennandi mót."


Athugasemdir
banner