Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 12. maí 2024 22:13
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er bara flott, kærkominn sigur, við höldum hreinu og skorum 3 mörk. Þannig í heildina bara nokkuð fagmannleg frammistaða."

Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var búið að ganga erfiðlega að skapa góð færi fyrir það þannig þetta var mikilvægt mark.

„Þetta var mikilvægt, þá þurfa þeir náttúrulega eðli málsins samkvæmt að stíga aðeins ofar. Þeir voru í flottri blokk og vörðust vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum samt alveg að koma okkur í góðar stöður og fínasta spil í fyrri hálfleik. Við fórum ekki alveg nógu vel með stöðurnar. Svo datt það loksins. Þetta var mjög vel gert hjá Aroni og sömuleiðis Damir þarna í fyrsta markinu. Þannig þetta bara breytir leiksins til hins betra fyrir okkur í seinni hálfleik."

Pakkinn er mjög þéttur í efri helming deildarinnar þar sem það munar aðeins 5 stigum á 1. og 6. sæti. Höskuldur segist lítast vel á þessa topp baráttu.

„Það er náttúrulega bara ágætlega mikið búið af mótinu núna, nóg eftir náttúrulega, en þetta bara bíður upp á spennandi mót."


Athugasemdir
banner