Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   sun 12. maí 2024 22:13
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er bara flott, kærkominn sigur, við höldum hreinu og skorum 3 mörk. Þannig í heildina bara nokkuð fagmannleg frammistaða."

Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var búið að ganga erfiðlega að skapa góð færi fyrir það þannig þetta var mikilvægt mark.

„Þetta var mikilvægt, þá þurfa þeir náttúrulega eðli málsins samkvæmt að stíga aðeins ofar. Þeir voru í flottri blokk og vörðust vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum samt alveg að koma okkur í góðar stöður og fínasta spil í fyrri hálfleik. Við fórum ekki alveg nógu vel með stöðurnar. Svo datt það loksins. Þetta var mjög vel gert hjá Aroni og sömuleiðis Damir þarna í fyrsta markinu. Þannig þetta bara breytir leiksins til hins betra fyrir okkur í seinni hálfleik."

Pakkinn er mjög þéttur í efri helming deildarinnar þar sem það munar aðeins 5 stigum á 1. og 6. sæti. Höskuldur segist lítast vel á þessa topp baráttu.

„Það er náttúrulega bara ágætlega mikið búið af mótinu núna, nóg eftir náttúrulega, en þetta bara bíður upp á spennandi mót."


Athugasemdir
banner
banner
banner