Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 12. maí 2024 22:13
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er bara flott, kærkominn sigur, við höldum hreinu og skorum 3 mörk. Þannig í heildina bara nokkuð fagmannleg frammistaða."

Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var búið að ganga erfiðlega að skapa góð færi fyrir það þannig þetta var mikilvægt mark.

„Þetta var mikilvægt, þá þurfa þeir náttúrulega eðli málsins samkvæmt að stíga aðeins ofar. Þeir voru í flottri blokk og vörðust vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum samt alveg að koma okkur í góðar stöður og fínasta spil í fyrri hálfleik. Við fórum ekki alveg nógu vel með stöðurnar. Svo datt það loksins. Þetta var mjög vel gert hjá Aroni og sömuleiðis Damir þarna í fyrsta markinu. Þannig þetta bara breytir leiksins til hins betra fyrir okkur í seinni hálfleik."

Pakkinn er mjög þéttur í efri helming deildarinnar þar sem það munar aðeins 5 stigum á 1. og 6. sæti. Höskuldur segist lítast vel á þessa topp baráttu.

„Það er náttúrulega bara ágætlega mikið búið af mótinu núna, nóg eftir náttúrulega, en þetta bara bíður upp á spennandi mót."


Athugasemdir
banner
banner