Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Krista afgreiddi Álftanes
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Völsungur 2 - 1 Álftanes
0-1 Erika Ýr Björnsdóttir ('33 )
1-1 Krista Eik Harðardóttir ('52 )
2-1 Krista Eik Harðardóttir ('77 )

Völsungur fékk Álftanes í heimsókn í fyrstu umferð sumarsins í 2. deild kvenna og úr varð hörkuslagur.

Erika Ýr Björnsdóttir skoraði eina markið í fyrri hálfleik til að gefa Álftanesi forystuna, en Krista Eik Harðardóttir svaraði fyrir heimakonur í Húsavík í síðari hálfleik.

Krista Eik setti tvennu til að snúa stöðunni við og innsigla 2-1 sigur Völsungs í fyrstu umferð.

Krista er þar með búin að skora 54 mörk í 122 leikjum með uppeldisfélaginu sínu, en hún er fædd 2001.
Athugasemdir
banner