Heimild: UEFA
Landsliðskonan Ásta Árnadóttir hefur vakið athygli fyrir innköstin sín í leikjum með landsliðinu. Hún tekur svokallað kraftstökk áður en hún kastar boltanum inn á völlinn en þannig nær hún föstum og löngum köstum sem geta skapað usla hjá andstæðingunum.
Innköstin hafa vakið athygli víða en nú eru þau sérstaklega kynnt á heimasíðu UEFA. Training Ground er sérstakur hluti á UEFA vefnum þar sem þekktir knattspyrnumenn kenna ákveðin tækniatriði.
Á síðunni er myndband þar sem að Ásta sýnir hvernig hún tekur innköstin frægu en hægt er að skoða myndbandið með því að smella á hlekkinn:
Smelltu hér til að sjá myndbandið.
Athugasemdir