Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 04. september 2010 23:21
Hafliði Breiðfjörð
Umfjöllun: Fimmti titill Vals á árinu með sigri á Aftureldingu
Valsstúlkur fagna að leik loknum.
Valsstúlkur fagna að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Embla Sigríður Grétarsdóttir í baráttunni.
Embla Sigríður Grétarsdóttir í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Árnadóttir kemur inná.
Ásta Árnadóttir kemur inná.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Logadóttir var hrókur alls fagnaðar í lok leiks.
Rakel Logadóttir var hrókur alls fagnaðar í lok leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 1 - 8 Valur
1-0 Telma Þrastardóttir ('1)
1-1 Helga Sjöfn Jóhannsdóttir ('3)
1-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('7)
1-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('25)
1-4 Dagný Brynjarsdóttir ('41)
1-5 Björk Gunnarsdóttir ('60)
1-6 Hallbera Guðný Gísladóttir ('61)
1-7 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('66)
1-8 Katrín Jónsdóttir ('92)

Það óraði fáa fyrir því í morgun að kvennalið Vals gæti orðið Íslandsmeistari í dag enda þurfti allt að falla með þeim svo það gæti gerst. Þegar dagur var að kveldi komin voru þær hinsvegar byrjaðar að fagna titlinum og eru sjálfsagt enn að.

Valur hefur leitt deildina í allt sumar en þegar þrjár umferðir voru eftir fyrir daginn í dag var ljóst að til að þær gætu orðið meistarar í dag yrðu þær að vinna Aftureldingu, FH varð að vinna Breiðablik og Þór/KA mátti ekki fá stig gegn Stjörnunni.

Fjórir leikir fóru fram í deildinni klukkan 14:00 og því var ljóst um fjögur að það ótrúlega hafði gerst, FH hafði unnið Breiðabik og Stjarnan vann Þór/KA svo Val nægði sigur gegn Aftureldingu til að verða Íslandsmeistari.

Þær fóru því kokhraustar upp í Mosfellsbæinn ákveðnar í að landa sigri en fengu blauta tusku framan í andlitið því leikurinn var rétt hafinn þegar Telma Þrastardóttir kom Aftureldingu yfir strax eftir um 30 sekúndna leik eftir klúður í vörn Vals.

Lið Vals er hinsvegar gríðarlega reynt og veit vel hvernig á að vinna titla svo þær létu markið ekkert á sig fá og voru rétt búnar að taka miðju þegar þær jöfnuðu metin en þar var að verki Helga Sjöfn Jóhannesdóttir eftir hornspyrnu.

Á 7. mínútu kom Kristín Ýr Bjarnadóttir Valsstúlkum svo yfir eftir fyrirgjöf frá vinstri frá Hellberu Guðný Gísladóttur og um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði Kristín ýr svo þriðja markið eftir sendingu Bjarkar Gunnarsdóttur.

Fjórða mark Vals skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rakel Logadóttur, vel afgreitt hjá Dagný.

Valur var því í kjörstöðu með 1-4 forskot þegar Þórður Már Gylfason dómari flautaði til hálfleiks og ljóst að Íslandsmeistaratitli yrði fagnað í leikslok nema eitthvað stórkostlegt gerðist.

En það var eins og við mátti búast. Valsstúlkur slökuðu hvergi við og héldum áfram að dæla inn mörkum í síðari hálfleik. Eftir klukkutíma leik skoraði Björk fimmta markið eftir að Kristín Ýr flikkaði skalla Pálu Marie Einarsdóttur til hennar. Mínútu síðar skoraði Hallbera svo sjötta markið með skoti á nær hornið.

Kristín Ýr fullkomnaði svo þrennuna þegar hún skoraði sjöunda mark Vals á 66. mínútu og Katrín Jónsdóttir fyrirliði liðsins sem hafði verið hvíld í dag kom inná sem varamaður og skoraði áttunda markið með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

Ásta Árnadóttir kom inná í lið Vals í lok leiksins en þetta var hennar fyrsti leikur á árinu. Hún lék með Tyresö í Svíþjóð á síðasta ári en hafði ekki tekið fram skóna að nýju fyrr en í kvöld.

Lokastaðan 1-8 fyrir Val sem tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn og hefur unnið alla titla ársins, Reykjavíkurmótið, Lengjubikarinn, Meistarar Meistaranna, VISA-bikarinn og nú síðast Íslandsmeistaratitilinn.

Valur var annað árið í röð að vinna tvöfalt, deild og bikar og gjarnan hefðu fleiri mátt mæta og styðja liðið áfram þegar lokahnykkurinn var tekinn í dag. Það geta áhorfendur hinsvegar bætt upp með því að mæta á Hlíðarenda 19. september næstkomandi þegar liðið mætir Grindavík á heimavelli en þar fer Íslandsmeistarabikarinn á loft.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner