Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. janúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Madley útskýrir af hverju hann hætti að dæma
Bobby Madley
Bobby Madley
Mynd: Getty Images
Bobby Madley, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, opinberaði það á bloggsíðu sinni af hverju hann hætti að dæma en mikið var slúðrað um ástæðu þess að hann er ekki lengur að flauta á Englandi.

Madley byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni árið 2013 en hann hætti skyndilega í ágúst árið 2018.

Twitter-samfélagið birti alls konar ástæðu fyrir því að Madley hefði hætt en það var saga í gangi sem gaf í skyn að það hefði náðst myndband af honum kynferðislega misnota hund. Það var hins vegar ekki rétt.

Ensku blöðin kepptust um að koma með ástæður fyrir því að hann væri ekki lengur að dæma í ensku úrvalsdeildinni en Madley hefur nú opinberað sannleikann.

Madley mátti ekki vera á neinum samfélagsmiðlum meðan hann var að dæma á Englandi en notaði þó Snapchat. Hann tók upp myndband á símann sinn þar sem hann gerði grín af hreyfihömluðum og sendi á vin sinn.

Stuttu síðar reifst hann við vin sinn um fjölskyldumál og hótaði hann honum í kjölfarið að hann myndi senda myndbandið á yfirmenn hans á Englandi.

Það varð að veruleika og mætti Madley á fund hjá dómarasambandinu á Englandi þar sem hann var látinn taka poka sinn, Madley segir söguna á bloggsíðu sinni.

Hægt er að lesa færslu Bobby hér fyrir neðan.

Færsla Madley
Athugasemdir
banner
banner
banner