Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 10:58
Elvar Geir Magnússon
Chelsea eyddi meiru en félög í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi samanlagt
Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum.
Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum.
Mynd: Getty Images
Samtals eyddi Chelsea 37% af heildareyðslu enskra úrvalsdeildafélaga í janúar.
Samtals eyddi Chelsea 37% af heildareyðslu enskra úrvalsdeildafélaga í janúar.
Mynd: Getty Images
Breskt met var sett á Gluggadeginum í gær en á endanum höfðu félögin í ensku úrvalsdeildinni eytt 2,8 milljörðum punda í leikmannakaup á þessu keppnistímabili.

Chelsea kaupir Enzo Fernandez frá Benfica á 107 milljónir punda og alls eyddu ensku úrvalsdeildarfélögin 815 milljónum punda í janúarglugganum.

Yfir 275 milljónum punda var eytt á Gluggadeginum sjálfum áður en glugganum var lokið klukkan 23:00 í gærkvöldi.

Yfirburðir enskra úrvalsdeildarfélaga þegar kemur að fjármagni sést vel í því að 79% af eyðslu félaga í fimms stærstu deildum Evrópu voru frá Englandi.

Chelsea átti sögulegan glugga. Félagið eyddi um 288 milljónum punda í janúar en það er hærri upphæð en var eytt í þýsku Bundesligunni, spænsku La Liga, ítölsku A-deildinni og efstu deild Frakklands samanlagt.

„Þetta er rosalegra en við höfum áður séð. Ensku úrvalsdeildarfélögin eru að eyða fjórum sinnum meira en félögin í öllum hinum deildunum samanlagt," segir Tim Bridge, sérfræðingur hjá Deloitte.

Söguleg eyðsla hjá Chelsea
Síðustu tveir félagaskiptagluggar hjá Chelsea hafa verið með hreinum ólíkindum, síðan fjárfestahópur Todd Boehly keypti félagið á 4,25 milljarða punda. Félagið hefur eytt yfir 550 milljónum punda í nýja leikmenn.

Mykhailo Mudryk var keyptur á 89 milljónir punda, Benoit Badiashile á 35, Malo Gusto á 31, Noni Madueke á 31, Andrey Santos á 18, og David Datro Fofana á 8-10. Þá kom Joao Felix á 10 milljóna punda lánssamningi.

Þessi janúargluggi Chelsea kemur í kjölfarið á sumarglugga þar sem félagið setti úrvalsdeildarmet með kaupum upp á 270 milljónum punda. Það er næst mesta eyðsla í einum sumarglugga í heiminum, á eftir Real Madrid 2019 (292 milljónir punda).

Samtals eyddi Chelsea 37% af heildareyðslu enskra úrvalsdeildafélaga í janúar. Ótrúlegar tölur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner