Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 01. febrúar 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Gregg Ryder, þjálfari KR.
Gregg Ryder, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög stoltur af strákunum," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir sigur gegn Víkingi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

„Strákarnir lögðu ótrúlega mikið í þetta, sérstaklega ungu strákarnir. Við erum með fjóra eða fimm unga leikmenn sem spila 90 mínútur. Ég er mjög stoltur af þeim."

Gregg segist hafa komist að því klukkan ellefu í gærkvöldi að leikurinn myndi fara fram í kvöld, og er hann því sérstaklega ánægður með liðið.

Það vakti athygli að Alex Þór Hauksson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en samkvæmt vefsíðu KSÍ er hann ekki kominn með leikheimild hjá KR.

„Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu að þetta væri allt í lagi. Þau sögðu já," sagði Gregg spurður út í það.

„Það er alltaf gaman að vinna, það er í DNA-inu hjá KR en aðalfókusinn minn núna er á frammistöðuna. Ég þarf að sjá þróun í hverri viku á undirbúningstímabilinu og ég sá það í dag."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner