„Ég er mjög stoltur af strákunum," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir sigur gegn Víkingi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 6 KR
„Strákarnir lögðu ótrúlega mikið í þetta, sérstaklega ungu strákarnir. Við erum með fjóra eða fimm unga leikmenn sem spila 90 mínútur. Ég er mjög stoltur af þeim."
Gregg segist hafa komist að því klukkan ellefu í gærkvöldi að leikurinn myndi fara fram í kvöld, og er hann því sérstaklega ánægður með liðið.
Það vakti athygli að Alex Þór Hauksson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en samkvæmt vefsíðu KSÍ er hann ekki kominn með leikheimild hjá KR.
„Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu að þetta væri allt í lagi. Þau sögðu já," sagði Gregg spurður út í það.
„Það er alltaf gaman að vinna, það er í DNA-inu hjá KR en aðalfókusinn minn núna er á frammistöðuna. Ég þarf að sjá þróun í hverri viku á undirbúningstímabilinu og ég sá það í dag."
Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir