Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Finnst Ole hafa staðið sig vel
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, talaði um Ole Gunnar Solskjær og starf hans hjá Manchester United fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ancelotti talaði vel um Solskjær í aðdraganda leiks og sagðist búast við erfiðum leik.

„Ole er ennþá ungur í starfinu. Mér finnst hann hafa staðið sig vel á tímabilinu. Hvaða lið sem getur unnið tvisvar sinnum gegn Manchester City og Chelsea er hættulegt," sagði Ancelotti.

„United hefur bætt stöðu sína í deildinni síðustu mánuði og við búumst við að mæta erfiðum andstæðingum fullum sjálfstrausts."

Leikurinn er í gangi og er fyrri hálfleik næstum lokið. Staðan er 1-1 eftir skrautlegt mark Dominic Calvert-Lewin á þriðju mínútu og laglegt jöfnunarmark Bruno Fernandes tæpum hálftíma síðar.
Athugasemdir
banner
banner