Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 01. mars 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City getur unnið þriðja árið í röð
Everton tekur á móti Man Utd
Það eru þrír leikir á dagskrá í enska boltanum í dag. Tveir úrvalsdeildarleikir hefjast samtímis, áður en úrslitaleikur deildabikarsins verður flautaður á á Wembley.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton taka á móti Manchester United á sama tíma og Tottenham fær Wolves í heimsókn.

Gylfi Þór Sigurðsson verður líklega í byrjunarliði Everton, sem er án Jean-Philippe Gbamin og Morgan Schneiderlin. Vinstri bakvörðurinn Lucas Digne er að koma aftur eftir meiðsli og gæti komið við sögu.

Paul Pogba og Marcus Rashford eru fjarri góðu gamni í liði Rauðu djöflanna. Anthony Martial er tæpur.

Þessi fjögur lið eru öll í Evrópubaráttu og leikir dagsins því afar mikilvægir.

Að lokum er það viðureign Aston Villa og Manchester City þar sem lærisveinar Josep Guardiola freista þess að vinna Carabao bikarinn þriðja árið í röð.

Tom Heaton, John McGinn og Wesley verða ekki með Villa á meðan Aymeric Laporte er meiddur hjá City.

Úrvalsdeildin:
14:00 Everton - Man Utd (Síminn Sport)
14:00 Tottenham - Wolves

Deildabikarinn:
16:30 Aston Villa - Man City (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner