Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   sun 01. mars 2020 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig í miklu basli með Leverkusen
RB Leipzig 1 - 1 Leverkusen
0-1 Leon Bailey ('29)
1-1 Patrick Schick ('32)

RB Leipzig tók á móti Bayer Leverkusen í seinni leik dagsins í þýska boltanum.

Gestirnir frá Leverkusen voru mun betri í fyrri hálfleik og komust yfir þegar Leon Bailey skoraði á 29. mínútu, eftir góðan undirbúning frá Kai Havertz.

Skömmu síðar tókst Patrick Schick að jafna með skalla eftir aukaspyrnu og ekki tókst gestunum að endurheimta forystuna þrátt fyrir góðar tilraunir.

Gangur leiksins breyttist í síðari hálfleik. Mikið jafnræði var með liðunum og gáfu þau ekki mikið af færum á sér.

Lokatölur 1-1 og eru þetta frábærar fréttir fyrir FC Bayern sem trónir á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu á Leipzig. Leverkusen er í fimmta sæti, fimm stigum eftir Leipzig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
14 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
17 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
18 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
Athugasemdir
banner
banner
banner