Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe fyrsti úrvalsdeildarstjórinn sem tekur á sig launalækkun
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem tekur á sig launalækkun af fúsum og frjálsum vilja. Þetta kemur fram á BBC.

Enginn fótbolti hefur verið spilaður í ensku úrvalsdeildinni síðan um miðjan mars og óvíst er hvenær verður snúið aftur. Howe og aðrir í þjálfarateymi hans hafa því tekið á sig launalækkun.

Í yfirlýsingu frá stjórn Bournemouth sagði: „Útbreiðsla COVID-19 faraldursins heldur áfram og það eru fleiri spurningar en svör um áhrif hans."

„Eitt er víst, vellíðan starfsfólks okkar, stuðningsmanna, samfélagsins og allra í heiminum er mikið mikilvægari en að spila fótboltaleiki."

Bournemouth, sem var í fallsæti áður en hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni, hefur þurft að minnka kostnað vegna kórónuveirunnar. Í grein segir að félagið sé hætt að borga þeim sem hýsa unga leikmenn félagsins á meðan ástandið er eins og það er.


Athugasemdir
banner