Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 01. apríl 2021 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dybala, McKennie og Arthur í vandræðum
Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie og liðsfélagar hans Paulo Dybala og Arthur eru í vandræðum eftir að hafa verið viðstaddir partý heima hjá McKennie.

Það voru um 20 manns heima hjá McKennie seint um kvöld, sem er bæði brot á samkomureglum og útgöngubanni. Auk þess er liðsfélagi þeirra Leonardo Bonucci heima í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum.

Nágrannar McKennie tóku eftir látunum og hringdu á lögreglu sem lokaði partýinu og sektaði Bandaríkjamanninn unga.

Juventus lítur málinu grafalvarlegum augum og geta félagarnir búist við refsingu.
Athugasemdir
banner
banner