Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 01. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Karólínu unnið 25 leiki í röð
Kvenaboltinn
Bayern München og Rosengård eigast við í seinni leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Bayern er í góðri stöðu fyrir leikinn í dag eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 á heimavelli.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Bayern og Glódís Perla Viggósdóttir með Rosengård.

Bayern hefur verið á gríðarlega skriði síðustu mánuði og unnið síðustu 25 keppnisleiki sína. Síðasta tap liðsins kom gegn Lyon í Meistaradeildinni í fyrra. Lyon vann þá keppnina.

Bayern getur unnið sinn 26. leik í röð í dag en liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

Þetta er magnaður árangur og það verður gaman að fylgjast með því hversu marga leiki liðinu mun takast að ná að vinna í röð.

„FC Bayern er fyrirmyndar félag og það er allt upp á 10 hérna. Það er lagt mikið upp úr því að leikmönnum líði vel og ég finn fyrir því að félagið er ein stór fjölskylda," sagði Karólína Lea um Bayern í samtali við Fótbolta.net fyrir nokkrum vikum síðan.
Athugasemdir
banner
banner